fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Pétur: Getum við bjargað WOW air svona? „Við yrðum öll hluthafar og fengjum að auki gulrót í formi flugferða“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfiðleikar WOW air hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgjast með fréttum og rær Skúli Mogensen nú lífróður til að bjarga félaginu.

Nýjustu fréttir eru þær að félagið þurfi 5 milljarða til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Hugmyndir Skúla Mogensen um útboð á nýju hlutafé og skuldbreytingu hjá skuldabréfaeigendum eru einnig möguleg leið út úr stöðunni.

Sjá einnig: Segja að WOW air þurfi 5 milljarða til að halda flugi

Í Facebook-færslu sinni stingur Pétur H. Hansen eigandi Marko merkja upp á leið til að bjarga WOW air, að bjóða einstaklingum að kaupa hlut í félaginu og fá í staðinn ákveðið margar flugferðir með félaginu. Nefnir Pétur að sú leið hafi verið farin til að bjarga Arnarflugi á sínum tíma.

Stingur Pétur upp á 300.000 kr. sem upphæð og telur upp nokkur dæmi um hvað hægt er að fá fyrir þann pening, þar á með pizzu fyrir fjögurra manna fjölskyldu alla föstudag í eitt ár og vikuleigu á sumarbústað í júlí.

Stingur Pétur að lokum upp á að Facebookvinir Skúla sendi honum þessa hugmynd.

Þankagangur minn í ljósi slæmra frétta áðan.

Icelandair slítur viðræðum við WOWair

Þetta eru ekki góðar fréttir. En hvað ef það yrði gert eins og Arnarflug gerði á sínum tíma.
Bjóða fólki að kaupa smáhlut í félaginu og fá í staðinn x margar flugferðir til Evrópu.
Ég man að ég gerði þetta fyrir 30 árum eða svo og þá voru það 100,000 krónur.
Mig minnir að ég hafi fengið 5 flugferðir til Evrópu. Það var fínn díll.

Ef 10% þjóðarinnar legði til 300,000 krónur hver þá myndi safnast 10,800,000,000 krónur.
Tíu milljarðar og átta hundruð milljónir. Skúli héldi sínum peningum áfram inni í félaginu sem hann hefur lagt í það. Hann fengi ekki að taka neitt út af því sem hann hefur lagt inn í það.
Allavegana ekki strax.
Við yrðum öll hluthafar í félaginu og fengjum að auki einhverja gulrót fyrir viðvikið í formi flugferða.
Síðan ef að úr rætist þá þá getur Skúli Mogensen vonandi rétt úr kútnum. 4000 störf glatast ekki og ekki verður af niðursveiflunni í hagkerfinu.

Hugsið ykkur: 300,000 krónur. Greiða það á 12 mánuðum.
(25,000 kr. á mánuði)

Hvað fáið þið fyrir 300,000 krónur?

 1. 2 kassa af bjór og 2 rauðvín í mánuði eða
  2. KFC fjölskyldupakki f. 4 á föstudögum í eitt ár eða
  3. Pizza f. 4 manna fjölskyldu á föstudögum í eitt ár eða,
  4. Ef þú reykir 1 pakka á dag þá er upphæðin kominn á 8 mánuðum.
  5. 10 sinnum á ári út að borða á miðlungsveitingastað og síðan á barinn eða
  6. 3 helgarferðir á hótel úti á landi með laugardagskvöldverði og öðrum mat og drykk ásamt bensínkostnaði eða
  7. 1/2 laxveiðitúr með mat á ári eða
  8. Vikuleiga á sumarbústað í júlímánuði eða
  9. 40 golfhringir á golfvelli á Íslandi eða
  10. Skipta um bíl á 5 ára fresti í stað 3ja ára.

Þið sem eruð Facebookvinir Skúla Mogensen.
Endilega sendið honum þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

38 ný smit í gær
Fyrir 2 dögum

„Helvítis fokking fokk. Það á ekki af Svarthöfða að ganga á þessum tímum“

„Helvítis fokking fokk. Það á ekki af Svarthöfða að ganga á þessum tímum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Því miður erum við að sjá að fólk er á ferðinni þegar það er veikt“ – „Heimilisofbeldi hefur aukist mjög mikið“

„Því miður erum við að sjá að fólk er á ferðinni þegar það er veikt“ – „Heimilisofbeldi hefur aukist mjög mikið“