fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

93 prósent Íslendinga eru á Facebook

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júní 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nær öll íslenska þjóðin er á Facebook eða 93 prósent. Um tveir af hverjum þremur, eða 67 prósent, nota Snapchat  reglulega.

Þetta kom í ljós í könnun MMR á samfélagsmiðlanotkun landsmanna sem framkvæmd var dagana 16. til 22. maí 2018. YouTube (66%), Spotify (51%) og Instagram (45%) nutu einnig nokkurra vinsælda á meðal svarenda.

Ef litið er til könnunar MMR á notkun samfélagsmiðla frá maí 2016 má sjá nokkra aukningu á notkun samfélagsmiðla. Mest hefur aukningin verið á notkun Spotify en hún telur um 23 prósentustig yfir tveggja ára tímabil. Einnig má sjá aukningu á notkun Snapchat (15 prósentustig), Instagram (14 prósentustig), Google+ (6 prósentustig), Pinterest (6 prósentustig), YouTube (5 prósentustig) og LinkedIn (3 prósentustig). Marktækan mun var ekki að finna á notkun annarra samfélagsmiðla á milli ára.

Nokkurn mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur voru líklegri heldur en karlar til að segjast nota Facebook (95%), Snapchat (73%) og Instagram (52%) en hærra hlutfall karla heldur en kvenna sagðist nota YouTube (71%) og Spotify (54%).

Notkun fimm vinsælustu samfélagsmiðlanna fór minnkandi með auknum aldri en þó var minnstan aldurstengdan mun að sjá í notkun á Facebook, þar sem 81% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) sögðust nota miðilinn reglulega. Lítinn mun var einnig að sjá á notkun Facebook eftir öðrum lýðfræðibreytum.

Nánar um niðurstöður könnunar MMR hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“