Alls sóttu 37 einstaklingar um 15 embætti – Landsréttur tekur til starfa 1.janúar 2018
Alls bárust 37 umsóknir um embætti dómara við Landsrétt en umsóknarfresturinn rann út 28.febrúar síðastliðinn. Alls verða verður ráðið í 15 embætti við dómstigið sem mun taka til starfa þann 1.janúar 2018. Lög um stofnun dómstigsins voru samþykkt á Alþingi um mitt ár í fyrra.
Á meðal umsækjenda er Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi alþingismaður og Guðrún Sesselja Arnardóttir, sem gerði garðinn frægan sem grjóthörð lögreglukona í Eiðnum – nýlegri kvikmynd Baltasar Kormáks. Þá sótti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (eldri), hæstaréttarlögmaður um stöðu sem og Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður og Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Lista yfir umsækjendur má sjá hér fyrir neðan:
1 Aðalsteinn E. Jónasson, hæstaréttarlögmaður
2 Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari
3 Ásmundur Helgason, héraðsdómari
4 Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður
5 Baldvin Hafsteinsson, hæstaréttarlögmaður
6 Björn Þorvaldsson, sviðsstjóri ákærusviðs efnahagsbrota hjá embætti héraðssaksóknara
7 Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari
8 Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu
9 Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
10 Davor Purusic, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands
11 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
12 Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari
13 Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður
14 Helgi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
15 Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari
16 Hildur Briem, dómstjóri við Héraðsdóm Austurlands
17 Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi alþingismaður
18 Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari
19 Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
20 Jóhannes Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
21 Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari
22 Jón Höskuldsson, héraðsdómari
23 Jónas Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
24 Karl Óttar Pétursson, hæstaréttarlögmaður
25 Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður
26 Nanna Magnadóttir, forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
27 Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
28 Ólafur Ólafsson, dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra
29 Ómar Stefánsson, varaformaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
30 Ragnheiður Bragadóttir, héraðsdómari
31 Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari
32 Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari
33 Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
34 Soffía Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður
35 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður
36 Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness
37 Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík