fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ruslakistunni Gnúpi verður loks slitið

Félagið sem flaug svo hátt að það mátti ekki fara í þrot fyrir hrun – Skuldir nema tæpum 13,5 milljörðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. maí 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið var á hluthafafundi fjárfestingarfélagsins Gnúps ehf. þann 24. mars síðastliðinn að slíta loks félaginu sem stofnað var árið 2006 og var um tíma eitt af stærstu eignarhaldsfélögum landsins í góðæri. Gnúpur hefur á undanförnum árum komið við sögu í mörgum af helstu dómsmálum hrunsins. Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í ársbyrjun 2008 og var haldið í fjárhagslegri öndunarvél af Glitni fram að hruni vegna umsvifa félagsins á markaði. Félagið hefur verið í eigu Glitnis síðan bankinn leysti til sín allt hlutafé félagsins á eina krónu í október 2009. Eftir því sem fléttur og fjármálagerningar fyrirhrunsáranna komu upp á yfirborðið hefur Gnúpi verið líkt við ruslakistu sem tengdist félögum eigenda Glitnis fyrir hrun, Fons og fleiri þekktum leikendum síðustu fjármálabólu.

Brann fljótt upp á fluginu

Gnúpur eignarhaldsfélag var stofnað af Magnúsi Kristinssyni, Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannessyni, sem var forstjóri þess, árið 2006 og var meðal annars meðal stærstu hluthafa í Kaupþingi, FL Group, eiganda Glitnis, Glitni sjálfum og Bakkavör svo fátt eitt sé nefnt. Strax í janúar 2008 var félagið þó það illa statt að ráðist var í fjárhagslega endurskipulagningu þess. Öllum starfsmönnum félagsins var sagt upp störfum og samkomulag gert milli eigenda og helstu lánardrottna þess að vinna að sölu eigna og uppgjöri gríðarhárra skulda félagsins. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, kemur fram að eigið fé félagsins var í árslok 2015 neikvætt um 13,4 milljarða króna, en allar skuldir félagsins væru við Glitni hf. Hlutverk Glitnis hf. sem eiganda hefur samkvæmt skýrslu stjórnar verið að safna upplýsingum um rekstur félagsins sem og klára að ganga frá ófrágengnum málum.

Fram kom í skýrslunni að ákvörðun um hvort eða með hvaða hætti félaginu yrði slitið lægi ekki fyrir. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning þess efnis að ákveðið hefði verið að slíta félaginu og fer það þó ekki í þrot þrátt fyrir að hafa verið ógjaldfært í tæpan áratug.

Í öndunarvél Glitnis

Morgunblaðið fjallaði ítarlega um fjárfestingarfélagið Gnúp í nóvember síðastliðnum þar sem kom meðal annars fram að í þessu samkomulagi lánardrottna og fyrri eigenda hafi komið fram að Gnúpur mætti ekki fara í þrot. Var í umfjöllun Morgunblaðsins bent á að Gnúpur hafi verið stór hluthafi í FL Group, sem var stærsti einstaki eigandi Glitnis, og gjaldþrot Gnúps hefði þýtt að fjöldi bréfa í FL Group hefði getað farið á markað og verð á þeim lækkað með slæmum afleiðingum fyrir bankann og félagið auk snjóboltaáhrifa á markaðinn. Frá samkomulaginu í ársbyrjun 2008 var Gnúpi því haldið á lífi, nánast í öndunarvél Glitnis en um þetta er einnig fjallað í rannsóknarskýrslu Alþingis.

Frá hápunkti góðærisins fyrir hrun hefur lítið spurst til Gnúps en nafn félagsins þó reglulega komið upp í ýmsum af stóru dómsmálum hrunsins. Stím-málinu, BK-44-málinu og Aurum-málinu sem öll tengjast Glitni og eigendahópi þeirra.
Í tilkynningunni um félagsslitin í Lögbirtingablaðinu kemur fram að þeir Jónas Rafn Tómasson, hdl. hjá KPMG, og Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, hafi verið valdir skilanefndarmenn á fundinum og að þeir hafi verið löggiltir til starfans hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“