fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Týnda dóttir Alberts Einstein

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. september 2018 16:00

Ehepaar Einstein in Prag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóbelsverðlaunahafinn Albert Einstein er þekktastur fyrir áhrif sín á eðlisfræðina og vísindin öll. Nafn hans er orðinn samnefnari fyrir gáfur. Einstein átti tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, þá Hans og Eduard. Það var ekki fyrr en rúmum þrjátíu árum eftir dauða hans að uppgötvaðist að hann átti þriðja barnið, stúlkuna Lísu sem enginn veit hvað varð af.

 

Fór úr háskóla til að eignast barn

Albert Einstein kynntist fyrri eiginkonu sinni, Milevu Maric, árið 1896 í tækniháskólanum í Zurich í Sviss. Þau voru þá bæði að afla sér réttinda til að kenna stærðfræði og eðlisfræði. Mileva var serbnesk að uppruna og augljóslega bráðgáfuð því fáum konum var hleypt inn í háskólana á þessum tíma. Þau námu saman í skólanum um nokkurra ára skeið, urðu góðir vinir og loks elskendur en hún var fjórum árum eldri en hann.

Árið 1901 varð Mileva þunguð eftir Einstein en þau voru þá enn ógift. Á þeim tíma þótti það mikil skömm að eignast barn utan hjónabands og þungunin hafði mikil áhrif á Milevu. Hún náði ekki nógu góðum einkunnum til að halda náminu áfram og ákvað að fara heim, til borgarinnar Novi Sad í Austurrísk-ungverska keisaradæminu, og eignast barnið.

Tveimur árum síðar var Mileva komin aftur til Sviss án barnsins. Þau Albert giftu sig og fluttu til höfuðborgarinnar Bern. Í maí árið 1904 eignuðust þau Hans og sex árum síðar Eduard. Árið 1914 fluttu þau til Berlínar en Mileva fór frá Albert, aftur til Zurich, eftir að hún komst að því að hann var ástfanginn af frænku sinni Elsu Löwenthal. Árið 1919 gekk skilnaðurinn í gegn og Albert giftist Elsu það sama ár.

Þegar Albert hlaut nóbelsverðlaunin fyrir framlag sitt til eðlisfræðinnar árið 1921 tók hann aðeins medalíuna en Mileva fékk peningaverðlaunin. Þau átti að nýta til að framfleyta Hans og Eduard enda voru þeir hans einu afkomendur. Eða hvað?

 

„Er hún heilbrigð?“

Mileva lést árið 1948 og Albert 1955 en lengi vissi enginn af fyrsta barninu sem Mileva ól í Novi Sad. Árið 1986 fundust sendibréf á milli Alberts og Milevu frá 1901 og 1902 í fórum Evelyn, elstu dóttur Hans. Í bréfunum skrifuðu þau um barnið sem var á leiðinni. Albert kallaði það Hans (eða Hansel) því hann vildi eignast son en Mileva kallaði barnið Lísu (Lieserl) því hún vildi eignast dóttur.

Út frá þessum bréfaskriftum var hægt að sjá að Mileva hefur eignast dóttur í upphafi árs 1902. Þann 4. febrúar skrifaði Albert: „Nú sérðu loksins að þetta er Lísa, alveg eins og þú vildir. Er hún heilbrigð og grætur hún eins og börn eiga að gera? Ég elska hana svo mikið jafnvel þó að ég hafi aldrei hitt hana.“

Síðasta bréfið þar sem Lísa er nefnd er frá september þetta sama ár. Þá hafði Albert áhyggjur af því að hún væri með skarlatssótt. Einnig spurði hann hvort dóttirin væri „skráð“ og sagði að þau mættu ekki „gera neitt sem gæti valdi henni vandræðum síðar meir.“ Hvað þetta þýddi nákvæmlega er óljóst en eins og áður segir kom Mileva ein til Zurich árið sem þau giftust. Albert sagði fjölskyldu sinni aldrei frá Lísu.

 

Var Lísa ættleidd?

Ýmsar kenningar eru til um afdrif Lísu litlu og hafa heilu bækurnar verið ritaðar um þær. Flestir telja að Lisa hafi látist úr skarlatssótt. Sumir telja að Mileva hafi gefið hana til ættleiðingar, annaðhvort til ættingja sinna eða annarra. Sagnfræðingurinn Robert Schulmann kom fram með þá kenningu að Mileva hefði gefið vinkonu sinni, Helene Savic, dótturina og hefði hún þá fengið nafnið Zorka eða Zora Savic. Óvíst er hvort stúlkan hafi nokkru sinni verið skírð Líeserl.

Zorka Savic var blind og ekki dóttir Helene. Hún giftist aldrei og fjölskylda hennar varði hana fyrir nærgöngulum blaðamönnum þegar kenningin fór að vinda upp á sig. Frændfólk hennar hélt því statt og stöðugt fram að hún væri ekki dóttir Einsteins en hefur aldrei getað sýnt fram á það með neinum gögnum. Sagt er að Zorka hafi látist á tíunda áratug síðustu aldar í Serbíu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles