fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. maí 2020 12:00

Ariana Grande.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ariana Grande hefur á samfélagsmiðlum haft á sér orðspor fyrir að vera með stjörnustæla. Þetta orðspor hefur hún fengið fyrir að svara fyrir gagnrýni og standa með sjálfri sér. Í nýlegu viðtali við Zane Lowe hjá Apple Music sagði hún að henni sárnaði gagnrýnin og hún hefði leitt til þess að Ariana er hikandi við að veita viðtöl.

„Ég hætti að mæta í viðtöl í frekar langan tíma af því að mér fannst alltaf , þegar ég komst í aðstæður þar sem einhver reyndi að fá mig til að segja eitthvað sem gæti orðið að smellubeitu, eða snúa út úr orðum mínum með öðrum hætti, að ég þyrfti að verja mig. Og þá var ég sögð vera með stjörnustæla. Mér fannst það bara ekki sanngjarnt.“

Ariana benti á að ef karlmaður kæmi fram með álíka hætti og hún þá yrði hann seint sagður með stjörnustæla fyrir að hafa skoðanir og vera ekki feiminn við að tjá þær.

„Það er eins og þegar menn tjá skoðanir sínar, verja sig, eru að stýra einhverju eða gagnrýna eitthvað, þá þykja þeir frábærir. Algjörir snillingar. En það er ekki það sama með konur, en ég vona að það verði ekki alltaf þannig.“

Ariana viðurkennir að þessi stjörnustæla stimpill hafi fengið hana til að efast um sjálfa sig. Ætti hún ekki að tjá skoðanir sínar? Ætti hún ekki að tjá sig yfir höfuð? Þessar spurningar sitji í henni og fái hana til að vilja hafa hægt um sig.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég finn stöðugt fyrir, en þó nokkuð mikið. En ég er að reyna að hugsa bara „til fjandans með þetta“ og sleppa takinu af þessari vanlíðan. Því ég hef mikið að segja og ég nýt þess að tala við fólk. Ég vil vera í viðtölum og deila með fólki og ekki vera hrædd við sjálfa mig. En þetta er verk í vinnslu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.