fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Kynleiðréttingaraðgerð Natösju frestað fjórum sinnum: „Ég græt bara og æli“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 9. júní 2018 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Takk, íslenska heilbrigðiskerfi, takk fyrir að gefa mér loforð 4x síðan í september með dagsetningum og svíkja þau öll, takk fyrir að hringja aldrei í mig og athuga hvernig mér líður með að þið eruð að kvelja í mér sálina ítrekað, takk fyrir að hringja með 2ja vikna fyrirvara og segja mér svo bara að brosa þótt þið hefðuð verið að færa mér verstu frétt lífs míns.“

Svona hefst Facebook-stöðufærsla hjá Natösju Dagbjartardóttur, transkonu sem hefur fengið loforð um kynleiðréttingaraðgerð hjá Landspítalanum en ítrekaðar frestanir síðan september 2017. Er nú allt útlit fyrir því að verði ekki af aðgerðinni fyrr en að lágmarki næsta haust, október mögulega. Natasja er orðin veik af átröskun og kvíðanum sem fylgir svona stöðu.

Ráðlagt að „brosa bara og hafa gaman“

Í stöðufærslunni heldur Natasja áfram: „Það er ykkur heilbrigðiskerfinu að kenna að ég er orðin veik aftur, og þið vitið nákvæmlega upp á hár að þetta er staðan. Ef ég væri ekki hörð af mér og neitaði að gefast upp með kærleika og bjartsýni að leiðarljósi, þá væri ég löngu orðin að minningargrein í morgunblaðinu.“

Í samtali við DV segist Natasja hafa fengið símtal tveimur vikum fyrir fjórðu frestunina þar sem sagt var að öllum aðgerðum í sumar væri aflýst. Þau töluðu um að hafa samband með haustinu og sögðu: „Sumarið er líka alveg að koma, best að brosa bara og hafa gaman.“ Þetta voru ráðleggingarnar.“

Bíður eftir kraftaverki

Natasja var númer eitt í röðinni í september í fyrra þó annarri hafi manneskju verið hleypt í aðgerð á undan. „Þau gleymdu mér,“ mælir hún. Var þá ekki fyrr en í lok febrúarmánaðar þar sem henni bauðst skoðun og viðtal og vegna þess að skurðlæknirinn var staddur á landinu. „Ég hitti hann þá og var boðið að velja apríl eða maí og þá sagði hann: „Hvaða rugl er í gangi? Af hverju erum við að hittast fyrst núna?““

Að sögn Natösju skildi skurðlæknirinn ómögulega hvað væri í gangi á sínum tíma og mætti segja sama um Óttar Guðmundsson geðlækni. „Hann hringdi í mig í apríl og spurði hvort búið væri að fresta aðgerðinni enn eina ferðina. Ég sagði við hann að ég væri að missa vitið, þá sagðist hann vita það fullkomlega en ég hef ekkert heyrt síðan þá,“ segir hún.

Báðar dagsetningarnar sem skurðlæknirinn bauð liðu hjá og heyrðist ekkert frá spítalanum. „Mér var ekki einu sinni ráðlagt hvernig ég ætti að höndla tilveruna eftir þessi vonbrigði, ég er bara ein og bíð heima allan daginn eftir að eitthvað kraftaverk gerist,“ segir hún.

„Og hér er ég. Ég fæ engin símtöl eða stuðning með „kannski október“ í farteskinu. Og ég græt bara og æli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.