fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Tríó Gunnars Hilmarssonar býður upp á jazz í hádeginu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarröðin, Jazz í hádeginu, heldur áfram í haust og nú er það Tríó Gunnars Hilmarssonar sem spilar fjöruga Róma-tónlist eftir Django Reinhardt. Tónleikar verða haldnir fimmtudag, föstudag og laugardag í menningarhúsum Borgarbókasafnins.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 20. september kl. 12.15-13.00

Borgarbókasafnið | Gerðubergi
Föstudaginn 21. september kl. 12.15-13.00

Borgarbókasafnið | Spönginni
Laugardaginn 22. september kl. 13.15-14.00

Gunnar Hilmarsson Tríó (GHT) spilar swing tónlist með tveimur gítörum og kontrabassa. Innblástur að hljómgrunninnum er fenginn frá Róma-gítarleikaranum Django Reinhardt. Á fyrri hluta 20. aldar lagði Reinhardt grunninn að jazzgítarstíl sem í dag er kenndur við hann og er enn í stöðugri þróun. Hljómsveitin hefur einnig verið að máta nýrri lög við þennan búning og tekist vel til. Í janúar 2018 spilaði GHT á Djangohátíð í Amsterdam í Hörpu þeirra Hollendinga: Bimhuis, við góðar undirtektir.

Hljómsveitina skipa:
Gunnar Hilmarsson á gítar
Jóhann Guðmundsson á gítar
Leifur Gunnarsson á kontrabassa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina