fbpx
Mánudagur 19.október 2020
Fókus

Frægir sem heimsóttu Ísland á árinu – „Ísland er svo töff staður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargar stjörnur heimsóttu Ísland á árinu og tókum við saman lista yfir Íslandsvinina árið 2019. David Beckham, Chris Pratt, Cole Sprouse, Rainn Wilson og Kate Walsh voru meðal þeirra sem komu til landsins. Flestir höfðu eitthvað fallegt að segja um landið okkar og þá sérstaklega náttúruna.

Riverdale leikari tók myndir

Leikarinn Cole Sprouse heimsótti Ísland í apríl. Hann deildi myndböndum og myndum frá Íslandi á Instagram. Hann var á Íslandi í tökum, en ásamt því að vera leikari er hann einnig ljósmyndari. Hér má sjá hvaða myndir hann tók á landinu.

Tvíburabróðirinn kom líka

Tvíburabróðir Cole, Dylan Sprouse, heimsótti einnig klakann í ár, en hann var aðeins seinni í heimsókn en bróðir sinn. Dylan var á landinu í desember rétt fyrir jólin. Hann birti myndir og myndskeið af sér á Instagram við Seljalandsfoss, Kirkjufjöru og Reynisfjöru. Hann spókaði sig einnig í miðbæ Reykjavíkur.

Glaumgosi með hóp af fögrum konum

Glaumgosinn, pókerspilarinn og milljónamæringurinn Dan Bilzerian er mikill Íslandsvinur. Hann hefur áður heimsótt landið og kom aftur í júlí á þessu ári. Með honum var hópur af ungum og fögrum konum, eins og venjulega. Hann deildi nokkrum myndum frá Íslandsdvölinni á Instagram.

Dwight, nei ég meina Rainn Wilson

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem margir hverjir þekkja úr sjónvarpsþáttunum The Office, kíkti til Íslands í október. Hann var að vinna að ferðaþáttum sem fjalla um loftslagsmál víða um heiminn. Wilson var einnig staddur á Íslandi í sumar við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ráðherrann.

Einar Þór Gústafsson, einn stofnandi Getlocal, birti nokkrar myndir á samfélagsmiðlum sínum þar sem leikarinn sést ræða við ýmsa krakka um loftslagsbreytingar.

Stofnandi Facebook á rölti í miðbænum

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, var á Íslandi í júlí. Heimspekingurinn Karl Ólafur Hallbjörnsson stafðesti það í samtali við fréttastofu Vísis.  Hann sagðist hafa séð Mark og eiginkonu hans, Priscillu Chan, á rölti um miðbæinn.

Chris Pratt féll fyrir upphækkuðum jeppum

Stórleikarinn Chris Pratt, sem er mörgum kunnur úr kvikmyndunum Guardians of the Galaxy og Jurassic World, kom til landsins í nóvember. Hann var ál andinu við tökur á myndinni The Tomorrow War. Hann var duglegur að deila myndum af dvöl sinni á samfélagsmiðlum og lýsti hann landinu sem köldu, fallegu og morandi í klaka. Einnig kom það honum á óvart þegar hann komst að því að til væru fyrirbæri sem væru upphækkaðir jeppar.

David Beckham hafði það notalegt

David Beckham er einn mesti Íslandsvinur fræga fólksins. Hann kom aftur á klakann í júní og hafði það notalegt með vini sínum Björgólfi Thor. Þeir fóru að veiða og tók David sundsprett í íslensku vatni. Vinirnir skáluðu svo í vín. David var duglegur að deila myndum frá ferðinni í Instagram Story.

Grey’s Anatomy-leikkona kom á klakann

Bandaríska leikkonan Kate Walsh kom til Íslands í byrjun nóvember. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Addison Montgomery í læknaþáttunum vinsælu Grey’s Anatomy. Hún deildi myndum frá heimsókninni á Instagram.

View this post on Instagram

Winter is coming… #iceland

A post shared by Kate Walsh (@katewalsh) on

Frægur hjólreiðakappi í fríi

Hjólreiðakappinn Lance Armstrong kom til landsins með eiginkonu sinni og stjörnukokkinum Önnu Hansen. Hjónin deildu myndum úr fríinu á Instagram og fóru meðal annars í jöklaferð. Einar Bárðarson athafnamaður virðist vera góður vinur Lance og deildi mynd af sér og eiginkonu sinni með hjónunum.

„Kveðjum vini okkar eftir atburðaríka viku á Íslandi. Sjáum þau vonandi fljótlega aftur,“ skrifaði hann.

Leikarar Klovn á Íslandi

Dönsku leikararnir Frank Hvam og Casper Christensen, úr þáttunum Klovn, voru staddir á Íslandi í október 2019. Vísir greindi frá því að Frank og Casper væru í tökum við Bláa Lóninu vegna væntanlegrar nýrrar Klovn-myndar.

Pierce Brosnan og Will Ferrel

Stórleikararnir Pierce Brosnan og Will Ferrel gerðu allt vitlaust á Húsavík í október. Þeir voru staddir á landinu við tökur á myndinni Eurovision fyrir Netflix. Í myndinni leikur Brosnan Eric Ericssong, en hann á að vera myndarlegasti karlmaður Íslands. Eric Ericssong er einnig faðir aðalpersónunnar sem Will Ferrel leikur.

Íslandsraunir Gordons Ramsay

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay hefur margoft heimsótt Ísland. Hann kom síðast í júlí og hafði það náðugt í miðborginni. Í janúar sagði hann frá fyrri Íslandsheimsóknum þar sem hann hefur veitt lunda.

„Ég gerði dásamlegt lundasalat. Ég bakaði brauð og lét það hefast í virku eldfjalli. Ég gróf holu og stakk því inn á milli steina. Ég kom til baka næsta dag og það var búið að stela helvítis brauðinu,“ segir hann og bætir við:

„Ég er enn að leita að víkingnum sem stal þessu fjandans, gómsæta brauði.“

Hér fyrir neðan má horfa á viðtalið í heild sinni en Íslandstalið byrjar í kringum 13. mínútu.

Jamie Lannister spókaði sig um miðbæinn

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Jamie Lannister í sjónvarpsseríunni Game of Thrones, var á Íslandi í mars. Hann sýndi frá heimsókninni í Instagram Story. Þar sást hann spóka sig í miðbæ Reykjavíkur og knúsa ísbjörn.

Bandarískur körfuboltakappi naut lífsins á Íslandi

Bandaríski körfuboltakappinn Stephen Curry naut lífsins á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, Ayesha Curry, í ágúst. Stephen Curry spilar með Golden State Warriors í bandarísku NBA-deildinni og er að margra mati einn allra besti körfuboltamaður heims.

Ayesha birti myndir af þeim hjónum á Instagram-síðu sinni. Birti Ayesha mynd af sér á Moss Restaurant í Bláa lóninu og síðan birti hún myndbönd af sér og Stephen Curry í jóga.

View this post on Instagram

Beyond

A post shared by Ayesha Curry (@ayeshacurry) on

Stórtónleikar í Laugardalnum

Svo má ekki gleyma Ed Sheeran, en hann hélt tvenna stórtónleika í Laugardalnum í ágúst. Með honum í för var söngkonan Zara Larsson sem hitaði upp fyrir hann á tónleikunum. Zara var dugleg að deila myndum frá Íslandsdvölinni á Instagram.

Zara skellti sér í ferðalag um Íslands og kom vitavörðum á Akranesi heldur betur á óvart þegar hún söng í vitanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku
Fókus
Í gær

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amman valdi kampavínsglasið fram yfir barnið

Amman valdi kampavínsglasið fram yfir barnið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Garðar að gera Mál og menningu klára – „Þetta verður svona Helga Björns stemning“

Garðar að gera Mál og menningu klára – „Þetta verður svona Helga Björns stemning“