fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Linda með tæplega 300 þúsund

Linda Pétursdóttir athafnakona

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.

Linda Pétursdóttir
285.581 kr. á mánuði

Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Baðhússins, dvaldi þónokkuð erlendis á síðasta ári. Á vef Hringbrautar sagði:

„Eftir að Baðhússið fór í gjaldþrot gaf heilsan sig enn frekar og læknir ráðlagði Lindu að fara út í hitabeltisloftslag. Hún hefur dvalið í Kaliforníu nálægt Mexíkó og hefur breytt lífi sínu verulega og náð góðri heilsu.“

Þangað fór hún að læknisráði en Linda hefur í áratugi glímt við svæsna liðagigt sem veldur henni miklum kvölum.

Hitinn stuðlar að bættri líðan fegurðardrottningarinnar en helst vill hún að hitastigið sé í kringum 35–40 gráður.

Linda kláraði diplómanám í heilsuráðgjöf fyrir nokkru og hefur síðan unnið að því að bæta lífsstíl fólks á öfgalausan hátt.

Uppfært: Linda Pétursdóttir deilir frétt DV og segir:

„Og í allan vetur og í allt sumar, hef ég staðið í þeirri meiningu að ég væri heima hjá mér á Álftanesi. En hvað veit ég?!“

Í upphaflegu útgáfu umfjallarinnar sagði að Linda dveldi nú í Kaliforníu. Hið rétta er að Linda dvaldi þar á síðasta ári samkvæmt frétt á Hringbraut. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“