Vilhjálmur Ari Arason læknir
Vilhjálmur Ari Arason gerði það gott á síðasta ári. Hann er menntaður sem heimilislæknir en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Hann er ötull penni á Pressunni og skrifaði í vikunni athyglisverðan pistil þar sem hvetur stjórnvöld og Alþingi til að hugsa staðsetningu nýs spítala upp á nýtt „áður en lengra er haldið og ólánsframkvæmdirnar hefjast fyrir alvöru á Hringbrautinni,“ svo vitnað sé í hans eigin orð. Hafði Vilhjálmur Ari á orði að fyrirhugaðar framkvæmdir við Hringbraut væru mestu skipulagsmistök í sögu þjóðarinnar.