Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Rétt er að ítreka að tölurnar innihalda ekki tekjur sem viðkomandi einstaklingar hafa fengið vegna til dæmis arðgreiðslna í gegnum félög í þeirra eigu. Einnig skal áréttað að á listanum er ekki að finna fjölmarga Íslendinga sem eru með skráð lögheimili erlendis. Það er dágóður hópur og sem dæmi má nefna að þar er að finna þjóðþekkta viðskiptamenn, íþróttamenn og listamenn.
Upplýsingar í blaðinu eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og að tölur úr álagningarskrám Ríkisskattstjóra séu réttar.