Hafþór Júlíus Björnsson kraftajötunn
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Hafþór Júlíus Björnsson
2.539.518 kr. á mánuði
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur verið mikið í fréttum undanfarið í kjölfar þess að hafa verið sakaður um heimilisofbeldi. Hafþóri hefur gengið flest í haginn í Jötunheimum og hefur fest sig í sessi sem einn þekktasti aflraunamaður heims. Hann tryggði sér titilinn sterkasti maður Evrópu í apríl á þessu ári en varð að gera sér silfrið að góðu í keppninni um nafnbótina Sterkasti maður heims.
Hafþór hefur tekið að sér fjölmörg hlutverk í auglýsingum auk þess sem hann mun endurtaka hlutverk í nýrri þáttaröð af Game of Thrones-sjónvarpsþáttunum vinsælu. Þá gæti hagur hans vænkast enn því nýlega var fjallað um áhuga NFL-liða í Bandaríkjunum að fá Hafþór í sínar raðir.