fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Bjó einn í skóginum í 27 ár: Hvernig lifði hann af?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Christopher Knight var tvítugur að aldri lagði hann bílnum sínum við vegaslóða í skóglendi í Maine í Bandaríkjunum, gekk inn í skóginn nær allslaus og kom ekki út úr honum aftur fyrr en hann var orðinn 47 ára – og þá aðeins vegna þess að lögreglan handtók hann fyrir innbrot. Í 27 ár lifði hann í einsemd inni í í skóginum án þess að tala við nokkurn mann og án þess að hafa í upphafi neitt af því sem flokkast undir brýnustu nauðsynjar.
Í upphafi hafði hugarástand Christophers mörg einkenni manns sem er að fara að fremja sjálfsvíg. Hann vildi ekki hitta fjölskyldu sína framar, hann vildi ekki tala við nokkurn mann framar og hann vildi týnast. En Christopher framdi ekki sjálfsmorð. Í stuttu máli þá fór hann út í skóg og kom ekki þaðan aftur fyrr en eftir 27 ár.

Lengi hefur verið til fólk sem einangrar sig frá umheiminum af hinum ýmsu ástæðum. Einsetumenn eru þekktir víða um heim og flökkumunkar sem eiga ekki heimili en flakka um og lifa á ölmusu hafa lengi verið til. Meistarar á borð við Jesús Krist, Múhammeð spámann og Buddha dvöldust allir lengi í einangrun frá umheiminum áður en þeir báru boðskap sinn til lýðsins. Mörg dæmi eru um listamenn sem hafa einangrað sig frá umheiminum um stundarsakir, dvalið einir með náttúrunni í leit að innblæstri og innri sannleika.

En Christopher Knight var hvorki trúaður né hafði hann neina þörf fyrir listræna tjáningu. Í honum bjó engu að síður óviðráðanleg þörf til að einangra sig frá umheiminum – týnast.

Bústaður Christophers í skóginum
Bústaður Christophers í skóginum

Skildi bílinn og bíllyklana eftir

Hin sjálfskipaða útlegð hans í 27 ár var hins vegar ekki skipulögð eða ráðgerð. Hann er úr Maine-fylki sem er á austurströnd Bandríkjanna en útlegð hans hófst í raun á langri ökuferð til Florida. Hann vildi einfaldlega komast burtu, þoldi ekki við á meðal manna og ók einn um þjóðvegi svo dögum skipti.

En Christopher fann engan sálarfrið á þessu flakki og ferðin tók enda nálægt heimahögunum, nánar tiltekið á vegarslóða við afskekkt skóglendi í Maine. Christopher skildi lykilinn eftir í bílnum og gekk nánast allslaus inn í skóginn. Það var eins og hann fylgdi eðlisávísun – hér var lausnin komin, svarið við óstýrilátri innri þrá hans.

Furðulegt þykir að Christopher hafi skilið bíllyklana eftir í bílnum því bíllinn var nánast það eina sem hann hafði sem taldist til veraldlegra verðmæta. En hann segist ekkert hafa haft að gera við bílinn, bensíntankurinn var nánast tómur og langt í næstu bensínstöð. Bíllinn hans er núna nánast sokkinn niður í skóginn.

Christopher hafði fundið staðinn sinn. Engar mannaferðir. Kyrrð. Hann var einn með náttúrunni alveg eins og hann vildi. Æskuheimili hans var hins vegar aðeins um 30 km frá staðnum þar sem hann hélt mest til í skóginum en Christopher kom sér smám saman upp eins konar búðum eða hreysi ofan á fjallshrygg hátt uppi í skóginum.

Fyrsta máltíðin var hrá akurhæna

Skóglendi í Maine kann að vera góður staður til að týnast en er afar óheppilegt til að lifa af landsins gæðum. Christopher fann engin berjatré eða ávaxtatré og fátt ætilegt úr jurtaríkinu. Auk þess var hann ekki með neinn búnað til að veiða. Fyrsta máltíðin var dauð akurhæna sem hann fann úti í vegarkanti. Hann hafði engin tól til að kveikja eld og borðaði hænuna hráa. Uppskar hann matareitrun sem tók hann nokkurn tíma að jafna sig á.

Eftir þetta svalt Christopher í tíu daga. Eina færa leiðin til að lifa af virtist vera að ræna sér til matar en hann hafði hlotið þannig uppeldi að hann var mjög fráhverfur slíku. En hungrið svarf að og smám saman varð Christopher að henda siðferðisreglum sínum fyrir róða. Leiðin sem hann fann til að lifa af í skóginum í 27 ár fólst í kerfisbundnum innbrotum í sumarbústaði sem staðsettir eru víðsvegar með fram bökkum hins risastóra stöðuvatns Moosehead Lake. Hann braust inn í slíka bústaði í skjóli nætur, gjarnan undir fullu tungli svo tunglsljósið lýsti honum. Hann stal mat og ýmiskonar áhöldum sem gerðu honum kleift að lifa af vistina úti undir beru lofti.

Svona gekk þetta árum saman og innbrotafaraldurinn í sumarhúsin varð að fréttaefni í staðarmiðlunum. Christopher bar sig afar fagmannlega að en hann hafði starfað við að setja upp þjófavarnarkerfi í bíla og á heimili áður en hann hélt út í skóginn.

Þessu sjónvarpstæki rændi Christopher einhvern tíma
Þessu sjónvarpstæki rændi Christopher einhvern tíma

Það fór þó svo að Christopher var að lokum handtekinn og ákærður fyrir innbrot og þjófnað. Þannig komst hann til manna og nafnið Christopher Knight varð frægt. Ólíkt öðrum frægum mönnum sem hafa farið sjálfviljugir í útlegð og einangrað sig frá umheiminum hefur hann ekki mikla speki fram að færa um dvöl sína í skóginum. Aðspurður um hvað hann hafi lært af því að lifa svona lengi einn úti í villtri náttúru gaf hann blaðamönnum þetta einfalda svar:
„Maður þarf að fá nægan svefn.“

Heilmild: The Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“