fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Fókus

53 skora á Guðna Th. að segja af sér vegna stóra ananas-málsins: „Valdi að sitja á þessum öfgafullu skoðunum sínum“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 17. febrúar 2017 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir mörg okkar erum við líka svikin af Guðna Th., þar sem hann valdi að sitja á þessum öfgafullu skoðunum sínum, fram yfir forsetakosningarnar. Því hljóta úrslit forsetakosninganna 2016 að verða ógild, þar sem ómögulega er hægt að styðja slíkan öfgamann í opinberu embætti, hvað þá sem fulltrúa lýðveldisins.“

Þennan texta er að finna á síðunni Change.org þar sem skorað er á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að pakka niður á Bessastöðum og víkja úr embætti. Þó ekki sé mikil alvara hjá þeim sem skorar á Guðna að segja af sér hafa rúmlega 50 manns kvittað undir.

Ástæðan er eitt mesta hitamál þessarar viku, og óhætt að fullyrða að það hafi verið meira áberandi á samfélagsmiðlum en sjómannaverkfallið og það er hvort ananas eigi heima á pítsum. Vísir birti frétt þar sem fram kom að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hefði lýst því yfir í Menntaskólanum á Akureyri að hann væri alfarið á móti því að ananas væri settur á pítsur. Bætti hann við að ef hann gæti sett lög myndi hann hreinlega banna ananas á flatbökur.

Fáar fréttir Vísis af Guðna, ef þá nokkur, hefur vakið aðra eins athygli. Þúsundir manna hafa tekið þátt í könnun þar sem spurt er hvort ananas eigi heima á pítsum. Þar hadfa 17 þúsund manns tekið þátt og segja 60 prósent þátttakenda að ananas eigi fullan rétt á sér.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ungur Hafnfirðingur, Aðalsteinn Hannesson stendur fyrir undirskriftasíðu á change.org þar sem krafist er þess að Guðni segi af sér í kjölfar málsins. Ljóst er að ekki er mikil alvara á bak við þessa áskorun hjá Aðalsteini og hún sett fram á glettinn hátt, þá hafa 53 skrifað undir og eru annað hvort að taka þátt í brandaranum eða er alvarlega misboðið að Guðni sé á móti ananas á pítsur. Á síðunni segir:

„Þessi ummæli hans eru hrein og bein árás á þá fjölmarga ananas-pítsu elskendur sem hafa kallað þetta land heimili sitt án aðkasta í þúsundir ára. Ef Guðni fær sínu fram, mun það án efa koma á borgarastyrjöld meðal Íslendinga, sem ananas-pítsu elskendur hafa ekki hugsað sér að tapa.

Þá segir einnig:

„Fyrir mörg okkar erum við líka svikin af Guðna Th., þar sem hann valdi að sitja á þessum öfgafullu skoðunum sínum, fram yfir forsetakosningarnar. Því hljóta úrslit forsetakosninganna 2016 að verða ógild, þar sem ómögulega er hægt að styðja slíkan öfgamann í opinberu embætti, hvað þá sem fulltrúa lýðveldisins.

Við krefjumst þess að Guðni Th. Jóhannesson annað hvort stigi til hliðar sem forseti Íslands, eða sýni virðingu í verki og borðar eina 16″ Hawaii pítsu, sem og biðja alla ananas-pítsu elskendur Íslands formlega afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Handtekinn í Kringlunni
Fókus
Í gær

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þríhliða ástarsamband, tígrisdýr og svipleg örlög kattadansaranna

Þríhliða ástarsamband, tígrisdýr og svipleg örlög kattadansaranna
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þessi þjóð er enn að vinna úr sameiginlegri áfallastreitu“

„Þessi þjóð er enn að vinna úr sameiginlegri áfallastreitu“