Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn
1.073.371 kr. á mánuði
Grímur Grímsson tók við starfi yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í október 2016. Aðeins nokkrum mánuðum síðar leiddi hann rannsókn á einu umfangsmesta sakamáli seinni tíma, hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Óhætt er að segja að hann hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni í því hræðilega máli.
Í maílok 2017 var tilkynnt að Grímur myndi hverfa frá störfum þann 1. apríl á næsta ári og taka við starfi tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Samningur hans þar verður til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár.