Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri
2.542.974 kr. á mánuði
Kaupfélag Skagfirðinga hélt áfram að mala gull á síðasta ári. Hagnaður af rekstri samstæðunnar í fyrra var 1,4 milljarðar króna og var kaupfélagstjórinn, Þórólfur Gíslason, eflaust ánægður með það. Þórólfur tók nýja stefnu innan vébanda Framsóknarflokksins er hann studdi Sigurð Inga Jóhannsson til formennsku. Í forsetakosningunum í fyrra hafði Þórólfur ekki erindi sem erfiði er hann veitti framboði Davíðs Oddssonar fulltingi sitt.