fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Aron Hannes sló í gegn með She´s Gone

10 ára afmælistónleikar CVS

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Aron Hannes Emilsson var einn af þeim sem tróð upp á 10 ára afmælistónleikum CVS í gær. Þar tók hann lagið She´s Gone sem bandaríska rokksveitin Steelheart gerði frægt árið 1990. Afmælistónleikarnir fóru fram fimmtudags- og föstudagskvöld á skemmtistaðnum Græna Herberginu í Lækjargötu. Alls komu 33 söngvarar fram á tónleikunum, en þeir hafa allir hafa verið í námi hjá CVS og Pálmi Sigurhjartar og Reynir Snær Magnússon spiluðu undir. Ágóði tónleikanna rann til Líf styrktarfélag.

Aron Hannes keppti sem kunnugt er í Söngvakeppni evrópskra sjönvarpsstöðva fyrr á árinu og stóð sig vel. Það er ljóst að hann og margir aðrir sem fram komu á afmælistónleikunum eiga framtíðina fyrir sér í söngnum.

CVS eða COMPLETE VOCAL STUDÍO er söngskóli sem hefur verið starfræktur í 10 ár hér á landi og það er söngkonan Hera Björk sem er í forsvari, en með henni starfa frábærir kennarar sem allir eiga það sameiginlegt að vera með kennararéttindi í „Complete Vocal Technique“ frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Í gegnum skólann hafa farið yfir 500 söngvarar á síðustu 10 árum sem margir hafa getið sér gott orð í tónlistarbransanum og aðrir sem syngja sér til yndisauka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum