fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Jóna Hrönn grét á hverjum degi í heilan vetur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. apríl 2016 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið sem Jóna Hrönn Bolladóttir prestur stokkaði upp líf sitt, seldi flestar sínar eigur og flutti með eiginmanni sínum og kollega, Bjarna Karlssyni, til Bandaríkjanna, var merkilegur tími í lífi hennar. Tilfinningaflóðgáttir opnuðust þennan vetur og hún grét næstum því á hverjum degi , oft yfir hlutum sem áður höfði lítið snert hana, til dæmis örlög Elvis Presleys. Ástæðurnar fyrir þessu tilfinningaróti virtust meðal annars vera þær að hún hafði ekki látið undan tárunum við erfiðar aðstæður í prestsstarfi sínu:

„Á þessum tíma áttaði ég mig á því að allan minn starfstíma sem prestur hef ég verið að berjast við tárin. Ég hef staðið yfir moldum barna og fólks í blóma lífsins, sífellt verið vitni að margvíslegum mannlegum sársauka og í staðinn fyrir að fá handleiðslu er ég ein af þessum týpum sem dríf mig heim og sest fyrir framan sjónvarpið með nammipokann minn og reyni að hugsa nákvæmlega ekkert,“

segir Jóna Hrönn í stórfróðlegu viðtali við Vikuna en þar er til dæmis fjallað um breytingarskeiðið og lífið eftir fimmtugt. Jóna Hrönn lýsir því meðal annars hvernig hún tók upp hollari lífshætti í Bandaríkjunum en hún þjáðist bæði af mikilli ofþyngd og kæfisvefni. Henni hefur tekist að léttast töluvert og sigrast á kæfisvefninum.

Um breytingaskeiðið segir Jóna Hrönn meðal annars:

„Ef við förum með opnum huga í gegnum breytingaskeið fimmtug er líklegt að við skoðum líf okkar og horfumst í augu við þá staðreynd að við verðum ekki eilíf í þessum heimi og förum þá að skoða meðvitað hvernig við viljum nota tíma okkar. Ég veit að ég vil nota tíma minnmeð fjölskyldunni umfram allt annað þegar ég á frí. Ég vinn mikið og hef alltaf gert. Núna læt ég ekki tímann bara líðaheldur hugsa ég mjög markvisst um þetta og reyni að skipuleggja frítímann vel. Faðir minn, Bolli Gústavsson, greindist rétt rúmlega sextugur með ólæknandi sjúkdóm sem rændi hann miklu og aðlokum öllum lífsgæðum. Ég minni mig oft á það að þá var hann bara níu árum eldri en ég er núna og ég get hæglega verið í sömu sporum eftir áratug. “

Vikan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“