fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Smáhlutirnir skapa sjarmann í rýminu

Birta heimsótti lífsstílsbloggarann Hrefnu Dan

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 6. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birta tók hús hjá Hrefnu Daníelsdóttur á Akranesi.

Hrefna Daníelsdóttir, betur þekkt sem Hrefna Dan, er mörgum kunn úr bloggheimum en hún hefur skrifað um hvers konar lífsstílstengd mál í nokkur ár, undanfarið á vefnum trendnet.is.
Hrefna býr ásamt eiginmanni sínum, Páli Gísla Jónssyni, og þremur dætrum í fallegu einbýlishúsi á Akranesi. Fjölskyldan flutti í húsið í mars á þessu ári en undirbúningurinn var aðallega fólginn í því að mála allt hátt og lágt og skipta um gólfefni.
Hrefna, sem starfar á fasteignasölu og stundar löggildingarnám á því sviði, segist mjög áhugasöm um innanhússhönnun en í framtíðinni hyggst hún nýta sér áhugann í tengslum við starfið.
„Ég gæti jafnvel hugsað mér að leggja stund á nám við innanhússhönnun. Fyrir mér eru það litlu hlutirnir sem breyta öllu í rýminu og skapa sjarmann.“

Hér sjáum við listana í loftinu og rósettuna yfir borðstofuborðinu. Borðið setti Hrefna sjálf saman úr borðfæti sem hún keypti í Pennanum og borðplötu úr IKEA en klappstóllinn grái er gamalt IKEA-góss sem hún keypti á Antikmarkaði á Akranesi fyrir 2.500 krónur. Plastparketið kemur úr BYKO og tegundin heitir Colorado Oak.
Borðstofan Hér sjáum við listana í loftinu og rósettuna yfir borðstofuborðinu. Borðið setti Hrefna sjálf saman úr borðfæti sem hún keypti í Pennanum og borðplötu úr IKEA en klappstóllinn grái er gamalt IKEA-góss sem hún keypti á Antikmarkaði á Akranesi fyrir 2.500 krónur. Plastparketið kemur úr BYKO og tegundin heitir Colorado Oak.

Nýtt líf á nýjum stað

Hrefna er óhrædd við að breyta til heima hjá sér en það gerir hún helst með því að skipta skrautmunum út og færa þá á milli herbergja.

„Mér finnst mjög gaman að gefa hlutunum nýtt líf, á nýjum stað í húsinu. Ég til dæmis færi plönturnar mínar oft á milli herbergja. Það sama gildir um púða og þess háttar. Það eru smáhlutirnir eða skrautmunirnir sem gera rýmin svo falleg. Þeir skapa sjarmann í herbergjunum.“

„Mér finnst mjög gaman að gefa hlutunum nýtt líf, á nýjum stað í húsinu. Ég til dæmis færi plönturnar mínar oft á milli herbergja. Það sama gildir um púða og þessháttar. Það eru smáhlutirnir eða skrautmunirnir sem gera rýmin svo falleg. Þeir skapa sjarmann í herbergjunum. Það er svo auðvelt að breyta litapallettunni bara með því að bæta við einum púða og mynd í svipuðum litum. Einn bleikur púði getur alveg breytt allri ásýndinni.“
Hrefna segist aðallega fá hugmyndir þegar hún kemur á önnur heimili en snjallsímaforritið Instagram er einnig uppspretta hugmynda.
„Þá slæ ég inn myllumerki í leitarstrenginn og skoða svo það sem kemur upp,“ segir hún og bætir við að myndabankinn Pinterest hafi einnig komið sér mjög vel þegar þau hjónin voru að koma sér fyrir í húsinu.

Hér sjáum við listana í loftinu og rósettuna yfir borðstofuborðinu. Borðið setti Hrefna sjálf saman úr borðfæti sem hún keypti í Pennanum og borðplötu úr IKEA en klappstóllinn grái er gamalt IKEA-góss sem hún keypti á Antikmarkaði á Akranesi fyrir 2.500 krónur. Plastparketið kemur úr BYKO og tegundin heitir Colorado Oak.
Borðstofan Hér sjáum við listana í loftinu og rósettuna yfir borðstofuborðinu. Borðið setti Hrefna sjálf saman úr borðfæti sem hún keypti í Pennanum og borðplötu úr IKEA en klappstóllinn grái er gamalt IKEA-góss sem hún keypti á Antikmarkaði á Akranesi fyrir 2.500 krónur. Plastparketið kemur úr BYKO og tegundin heitir Colorado Oak.

Verið óhrædd við liti, ekki festast í hvítu

Spurð að því hvað heilli hana mest í innanhússhönnun um þessar mundir segist Hrefna mikið fyrir að breyta og bæta við litum, bæði á veggjum og í skrautmunum.
„Mér finnst litir æðislegir. Flestir eru með allt hvítt eða grátt heima hjá sér en maður á að vera óhræddur við að poppa stemninguna upp með öðrum litum. Svo verður maður að vera óhræddur við að mála veggina. Ekki festast í hvítu. Það er svo magnað hvað hægt er að gera fyrir rýmin með fallegum litum,“ segir hún og bætir við að henni finnist einnig mikilvægt að heimili séu persónuleg og í takt við þarfir íbúanna.
„Þetta er til dæmis auðvelt að gera með skemmtilegum ljósmyndum af fjölskyldu og vinum. Ég er mjög dugleg að láta prenta myndir sem ég hef birt á Instagram og svo skreyti ég heimilið með þeim,“ segir Hrefna og bendir á að slíka prentþjónustu sé meðal annars hægt að kaupa á vefnum printem.is.

Hér má meðal annars sjá forláta hrútshaus sem húsbóndinn fékk að gjöf en að sögn Hrefnu hafði hann lengi langað í svona skraut. „Hann verkaði þetta hrútshöfuð upp á eigin spýtur. Fékk heilan haus sem hann svo tætti, sauð og hvíttaði. Hann hafði lengi langað í svona haus og ákvað svo að gera þetta bara sjálfur í stað þess að borga um hundrað þúsund fyrir, en það er algengt verð fyrir svona grip. Mávastellið fallega keypti ég á Antikmarkaðnum hér á Akranesi og könnurnar í neðstu hillunni koma af nytjamarkaði í bænum, kostuðu um 200 krónur stykkið. Mjög góð kaup þar.“
Gersemar og góss Hér má meðal annars sjá forláta hrútshaus sem húsbóndinn fékk að gjöf en að sögn Hrefnu hafði hann lengi langað í svona skraut. „Hann verkaði þetta hrútshöfuð upp á eigin spýtur. Fékk heilan haus sem hann svo tætti, sauð og hvíttaði. Hann hafði lengi langað í svona haus og ákvað svo að gera þetta bara sjálfur í stað þess að borga um hundrað þúsund fyrir, en það er algengt verð fyrir svona grip. Mávastellið fallega keypti ég á Antikmarkaðnum hér á Akranesi og könnurnar í neðstu hillunni koma af nytjamarkaði í bænum, kostuðu um 200 krónur stykkið. Mjög góð kaup þar.“
Skápurinn sem tengir borðstofu og stofu skartar mynd af fyrirsætunni Kate Moss sem var á hátindi frægðar sinnar í kringum aldamótin. „Mér finnst hún bara töffari,“ segir Hrefna. „Þess vegna keypti ég þessa mynd. Ég heillast af töff konum.“
Heillast af töff konum Skápurinn sem tengir borðstofu og stofu skartar mynd af fyrirsætunni Kate Moss sem var á hátindi frægðar sinnar í kringum aldamótin. „Mér finnst hún bara töffari,“ segir Hrefna. „Þess vegna keypti ég þessa mynd. Ég heillast af töff konum.“
Hjónin fóru ódýru leiðina þegar kom að því að taka eldhúsið í gegn. Þau keyptu svarta filmu með viðaráferð í Bauhaus og fengu svo félaga sinn til að „filma“ innréttinguna eftir kúnstarinnar reglum. „Allt í allt kostaði efnið eitthvað í kringum fimmtán þúsund krónur og við erum mjög ánægð með útkomuna.“
Settu filmu á innréttinguna Hjónin fóru ódýru leiðina þegar kom að því að taka eldhúsið í gegn. Þau keyptu svarta filmu með viðaráferð í Bauhaus og fengu svo félaga sinn til að „filma“ innréttinguna eftir kúnstarinnar reglum. „Allt í allt kostaði efnið eitthvað í kringum fimmtán þúsund krónur og við erum mjög ánægð með útkomuna.“
Snoturt lítið eldhúsrými og öllu haganlega komið fyrir. Kringlótta borðið er úr IKEA en stólarnir fylgdu húsinu. Hrefna málaði þá og puntaði með gæruskinni sem hún keypti í Bauhaus. Járnamottan fyrir ofan borðið er hins vegar smíðaverk eftir eiginmanninn sem málaði grindina og klippti til. „Þetta er skilaboðaveggur fjölskyldunnar. Boðskort, fallegar áminningar sem við útbúum fyrir hvert annað, ljósmyndir og þess háttar.“
Skilaboðaveggur fjölskyldunnar Snoturt lítið eldhúsrými og öllu haganlega komið fyrir. Kringlótta borðið er úr IKEA en stólarnir fylgdu húsinu. Hrefna málaði þá og puntaði með gæruskinni sem hún keypti í Bauhaus. Járnamottan fyrir ofan borðið er hins vegar smíðaverk eftir eiginmanninn sem málaði grindina og klippti til. „Þetta er skilaboðaveggur fjölskyldunnar. Boðskort, fallegar áminningar sem við útbúum fyrir hvert annað, ljósmyndir og þess háttar.“
Þessa kerru keypti Hrefna í IKEA. Hún er notuð undir bökunarvörur en húsfreyjan segir dætur sínar baka mikið og þá draga þær þessa kerru með sér að eldhúsborðinu þar sem eldhúsgaldurinn er framinn.
Mamma megum við baka? Þessa kerru keypti Hrefna í IKEA. Hún er notuð undir bökunarvörur en húsfreyjan segir dætur sínar baka mikið og þá draga þær þessa kerru með sér að eldhúsborðinu þar sem eldhúsgaldurinn er framinn.
Sparistellinu frá Royal Copenhagen og fallegum bollum og glösum er raðað á þessa einföldu eldhúshillu. Vinnuljósið á veggnum var keypt í versluninni Rafkaup.
Sparistellið gleður augað Sparistellinu frá Royal Copenhagen og fallegum bollum og glösum er raðað á þessa einföldu eldhúshillu. Vinnuljósið á veggnum var keypt í versluninni Rafkaup.
„Mér finnst mikilvægt að anddyrið sé fallegt og taki vel á móti fólki sem kemur inn. Þetta er eiginlega hjarta heimilisins,“ segir Hrefna. Stigahandriðið var áður ljósrautt en til að kalla fram fegurðina í handverkinu völdu þau dökka, glansandi akrýlmálningu. Spegilinn var keyptur í Esja Decor.
„Mér finnst mikilvægt að anddyrið sé fallegt og taki vel á móti fólki sem kemur inn. Þetta er eiginlega hjarta heimilisins,“ segir Hrefna. Stigahandriðið var áður ljósrautt en til að kalla fram fegurðina í handverkinu völdu þau dökka, glansandi akrýlmálningu. Spegilinn var keyptur í Esja Decor.
„Ég hef haft mikinn áhuga á stofublómum í nokkur ár og mér hefur bara gengið nokkuð vel að halda þeim á lífi,“ segir Hrefna hlæjandi og bætir við að hún eigi líka tengdamömmu með mjög græna fingur sem komi stundum til bjargar. „Ef eitthvað er alveg að deyja hjá mér þá fer ég með blómin í hjúkrun til hennar.“
Plöntur í öllum herbergjum „Ég hef haft mikinn áhuga á stofublómum í nokkur ár og mér hefur bara gengið nokkuð vel að halda þeim á lífi,“ segir Hrefna hlæjandi og bætir við að hún eigi líka tengdamömmu með mjög græna fingur sem komi stundum til bjargar. „Ef eitthvað er alveg að deyja hjá mér þá fer ég með blómin í hjúkrun til hennar.“
Hrefna Dan hefur næmt fegurðarskyn og fer létt með að fegra og breyta stemningu í herbergjum með lítilli fyrirhöfn.
Með gott auga fyrir smáatriðum Hrefna Dan hefur næmt fegurðarskyn og fer létt með að fegra og breyta stemningu í herbergjum með lítilli fyrirhöfn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“