fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fókus

„Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 21. september 2025 12:30

Skúli Sigurðsson. Mynd: Sigurjón Ragnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Sigurðsson, rithöfundur og lögfræðingur, kom með látum inn í bókmenntaheiminn með frumraun sinni, Stóra bróður, árið 2022. Bókin hlaut Blóðdropann, Íslensku glæpasagnaverðlaunin og var tilnefnd til Storytel-verðlaunanna sem besta glæpasagan og Glerlykilsins.

Maðurinn frá São Paulo, sem kom út ári síðar, var einnig tilnefnd til Blóðdropans. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Stóra bróður er í vinnslu og báðar bækurnar hafa verið seldar til útgefenda í Svíþjóð og Finnlandi. Slóð sporðdrekans kom út árið 2023 og styttist nú í fjórðu bók Skúla, sem er sjálfstætt framhald af Stóra bróður.

Skúli starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu árin 2008 til 2011 samhliða lögfræðináminu. Hann lagði stund á alþjóðalög og mannréttindi í Kosta Ríka og starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Jórdaníu. 

Skúli er lesandi DV. 

Hvaða bók/bækur ertu að lesa núna?

Ég er að byrja á Hyldýpi eftir Kára Valtýsson, hún lofar góðu. Mjög krassandi.

Hvaða bók/bækur laukstu við síðast og hvernig fannst þér hún/þær?

Síðasta bók sem ég las er fjórða bókin mín sem kemur út í haust, eða lokauppkastið að henni. Ég held að hún sleppi.

Hefurðu nýlega gefist upp á að lesa einhverja bók eða hefurðu lesið einhverja bók nýlega sem stóðst ekki væntingar?

Nei, það held ég ekki.

Hvar finnst þér best að lesa og er einhver tími dags betri en annar?

Ég les mest á kvöldin og fyrir svefninn og það er þá á sófanum eða uppi í rúmi en mér finnst ekkert verra að lesa á kaffihúsum eða garðbekkjum. Hljóðbækur get ég hlustað á hvar og hvenær sem er. Ætli besti tíminn til að lesa sé ekki þegar mig langar til þess.

Manstu eftir hvaða bók var lesin fyrst fyrir þig sem barn og/eða sem þú last sjálf/ur sem barn?

Sálmurinn um blómið er sú bók sem ég man eftir að hafi verið lesin fyrir mig mjög snemma en ég er ekki viss um að hún hafi verið sú fyrsta. Hvað ég las fyrst sjálfur veit ég ekki en það var áreiðanlega ekki Þórbergur.

Er einhver bók/bækur sem þú getur ekki beðið eftir að lesa?

Ekki sem mér dettur í hug. Ætli ég sé ekki nokkuð þolinmóður hvað þetta varðar.

Áttu þér uppáhaldsbók/bækur sem þú jafnvel lest aftur og aftur?

Í rauninni ekki, ég les bækur sjaldan oftar en einu sinni þótt ég gluggi stundum í valda kafla.

Áttu þér uppáhalds höfund/a?

Ég get ekki sagt það en ég held mikið upp á Raymond Chandler, Ian Fleming, Chuck Palahniuk, Alistair McLean og Hergé og sæki í þá í mínum eigin skrifum.

Hvaða bók/bækur hafa haft mest áhrif á þig og hvers vegna?

Líklega er það Frelsið eftir John Stuart Mill, hún víkkaði sjóndeildarhringinn verulega þegar ég las hana í heimspekilegum forpjallsvísindum í háskólanum. Og kannski Glæpur og refsing, hún sýndi mér að hábókmenntir þurfa ekki endilega að vera leiðinlegar. Ég var í menntó og vissi ekki betur.

Hvaða bók/bækur ættu allir að lesa (bók/bækur sem þú mælir alltaf með)?

Ég held að allir Íslendingar verði að lesa Sjálfstætt fólk, hún gefur svo naska innsýn í íslenska þjóðarsál, útskýrir af hverju við erum svona. Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins
Fókus
Í gær

Innviðaráðherra á von á barni

Innviðaráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jimmy Kimmel sagt að biðja fjölskyldu Charlie Kirk afsökunar

Jimmy Kimmel sagt að biðja fjölskyldu Charlie Kirk afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar og amma horfðu á hópkynlífsatriðið

Foreldrar hennar og amma horfðu á hópkynlífsatriðið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sprenghlægileg viðbrögð Jennifer Aniston við raunverulegu nafni Reese Witherspoon

Sprenghlægileg viðbrögð Jennifer Aniston við raunverulegu nafni Reese Witherspoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grunlaus um endalok beðmálanna

Grunlaus um endalok beðmálanna