fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Fókus
Sunnudaginn 27. júlí 2025 13:30

Vilhjálmur og Harry þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins óttast fullkomna útskúfun frá Bretlandi og konungsfjölskyldunni þegar bróðir hans, Vilhjálmur Bretaprins, tekur við sem konungur. Þetta hefur breska götublaðið The Sun eftir  konunglegum sérfræðingum. Harry þráir að ná sáttum við föður sinn, Karl konung, en samband þeirra hefur verið stirt síðan hann og eiginkona hans, Meghan Markle, sneru baki við konungsfjölskyldunni árið 2020 og fluttu vestur um haf.

Nýlega funduðu aðstoðarmenn Harrys og Karls í London, sem ýtti undir sögusagnir um mögulegar sættir milli feðganna. Athygli vakti hins vegar að enginn fulltrúi Vilhjálms sat fundinn.

Tom Bower, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, segir að Harry sé  „örvæntingarfullur“ um að ná sáttum við föður sinn, en að allt bendi til að Vilhjálmur sé mun langræknari og hafi engan áhuga á að fyrirgefa bróður sínum. Er það sér í lagi vegna ummæla Harrys um Katrínu prinsessu, eiginkonu Vilhjálms, í ævisögu hans, Spare.

Sagði Harry í bókinni að Katrín hefði bæði verið kuldaleg og ógestrisin við Meghan þegar hún var að stíga sín fyrstu skref innan konungsfjölskyldunnar.

Harry hefur fengið öryggisgæslu sína vestanhafs greidda af bresku krúnunni. Er hann sagður óttast það mjög að Vilhjálmur prins muni slaufa því fyrirkomulagi þegar hann verður orðinn konungur.

Er prinsinn því sagður leggja allt kapp á að laga sambandið við föður sinn sem fyrst í þeirri von um að það geti brúað bilið milli hans og stóra bróður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“