fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Fjöll haslar sér völl – Nýtt lag og tónleikar á sumardaginn fyrsta

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 20:16

Hljómsveitin Fjöll er nýkomin frá Valencia þar sem grunnur að nýrri plötu var lagður. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Fjöll hefur gefið út nýtt lag, „Holur“, sem er fjórða lagið sem hljómsveitin sendir frá sér.

„Holur er afslappað indírokk með óvæntum hliðarskrefum og er það aðgengilegt í tveimur útgáfum, einni allt of langri, sem er þó nákvæmlega nógu löng, og annarri styttri,“ segir í tilkynningu sveitarinnar.

Fjöll eru þeir Guðmundur Annas Árnason söngvari og hljómborðsleikari, Snorri Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari og Ragnar Þór Ingólfsson trommari.

Þá hefur sveitin boðað tónleika á skemmtistaðnum Lemmy að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 24. apríl.

Sjá einnig:

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

„Fjöll er nýkomin úr upptökuferð til Valencia, þar sem lagður var grunnur að fyrstu stóru plötu sveitarinnar sem nú er í vinnslu. Bandið er því í dúndurformi og hlakkar til að kynna nýtt efni á Lemmy,” segir í tilkynningunni.

Lagið á Spotify:

Útvarpsútgáfa

Eins og það á að vera

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn