fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. nóvember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Hobbitinn segir Í stuttu máli frá hobbita einum, Bilbó Bagga að nafni, sem elskar fyrst og fremst að borða mat og kökur, notalegt heimili sitt, og ekki síður hversdaginn sem hann vill helst að raskist aldrei, hann er nefnilega ekki með neina ævintýraþörf. Dag einn breytist þó líf hans því hann fær óvænta gesti, vitkann Gandalf ásamt þrettán dvergum. Það fer ansi mikið fyrir þessum gestum, þeir eru svangir og þyrstir og vesalings Bilbó á í fullu fangi með að bera nægar veitingar á borð. Þeir eru þó ekki einungis komnir til þess eins að þiggja allar þessar góðu veitingar heldur eru þeir ólmir í að fara í hættulegan leiðangur til að endurheimta fjársjóð sem illræmdi drekinn Smeyginn rændi frá forfeðrum höfuðpaursins Þórins og liggur nú djúpt í iðrum Fjallsins eina, en málið er bara að þeir heimta að Bilbó fari með þeim. Bilbó líst hreint ekki á blikuna en samt er hann  fyrr en varir lagður af stað í leiðangurinn. Aftur og aftur þráir hann það heitast að vera komin heim í notalegt kotið sitt og með tebolla í hendi og kökusneið (eða þrjár) á disk, í stað þess að vera svangur, kaldur og hrakinn og hitta fyrir Gollri, grimma úlfahjörð, morðóðar köngulær sem fá ekkert betra að éta en bústna dverga, álfa og tröll.

Hin stórskemmtilega bók Hobbitinn eftir J.R.R. Tolkien hefur lengi verið ófáanleg á íslensku en á dögunum kom bókin út í nýrri þýðingu Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur og þýðingum Braga Valdimars Skúlasonar á bundnu máli.

Frásögnin er í senn glettin og gáskafull og galdurinn er ekki síst í því falinn að hrynjandinn í textanum hljómar nánast eins og munnleg frásögn og af því leiðir að verkið grípur lesandann strax í byrjun. Ævintýrin sem leiðangurshópurinn lendir í á ferð sinni yfir fjöll og ekki síður undir þau og inn í myrkustu goðsögulegu staði Miðgarðs eru stórkostleg og oft á afar tíðum hættuleg en Bilbó snýr til baka sem hugrakka hetjan, breyttur hobbiti, því hann komst að því að hann byggi yfir seiglu og hugrekki. Og lífið varð aldrei samt, en hann sá samt ekki eftir neinu.

Upphaflega skrifaði Tolkien bókina fyrir börn en í raun er verkið mun dýpra og meira en ævintýri því að inn í þetta verk fléttast sérstakt tungumál sem höfundur byggir á fornum norrænum málum (hann var prófessor í málvísindum), goðsögur í bland við húmor og siðferðislegar spurningar. Hobbitinn er þar að auki fyrirrennari þríleiksins Hringadróttinssögu, þannig að verkið er eins fyrir fullorðna og börn.

Útgáfa Hobbitans hafði gríðarlega mikil áhrif á bókmenntaheiminn því að bókin veitti ævintýrum og álfasögum og slíkum fantasíubókmenntum, sem áður þóttu bara fyrir börn og ekki í hávegum hafðar sem slíkar, vitsmunalegan blæ og léði skálduðum og framandi heimum mennsku og siðferðisleg viðmið. Margir frægir höfundar hafa fetað í fótspor Tolkiens, má þar nefna George R.R. Martin og sagnaheim hans, Game of Thrones, en hann kom nýverið hingað til lands á Nordic Noir bókahátíðina. Einnig var það Ursula K. Le Guin sem færði mennskuna inn í vísindaskáldsögur og ýtti þá um leið þeirri bókmenntagrein upp á hærra plan. Síðast en ekki síst má nefna rithöfundinn C.S. Lewis, vin Tolkiens (eða „Tollers“ eins og Lewis kallaði hann) og til að mynda verk hans Out of the Silent Planet.

Það er mikilvægt að hér á landi sé hægt að ganga að þýðingum á erlendum verkum sem teljast til helstu turna bókmenntasögunnar. Það er einnig góðra gjalda vert að fá nýjar þýðingar á þessum verkum. Óhætt er að fullyrða að vel hefur tekist upp með nýju þýðinguna. Texti Solveigar er trúr frumtextanum og færir ævintýraveröld Tolkiens ljóslifandi á blað fyrir lesendur á Íslandi. Sama má segja um þýðingu Braga Valdimars á bundna málinu sem er órjúfanlegur hluti bókarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi