fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Fókus
Sunnudaginn 26. október 2025 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Anthony Hopkins og einkadóttir hans talast ekki við. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í The New York Times í tilefni útgáfu æviminninga hans. Hann segist óska henni alls hins besta, en hún hafi ekki svarað sáttatilraunum.

„Eiginkona mín, Stella, bauð henni [Abigail] að koma og hitta okkur. Við fengum ekkert svar. Svo ég hugsa, ok flott. Ég óska henni góðs en ég er ekki að fara að missa svefn yfir þessu. Ef þú vilt sóa lífinu í biturð, gerðu það þá.“

Abigail er dóttir Hopkons og fyrrverandi eiginkonu hans, Patronella Barker. Þau skildu árið 1972 þegar Abigail var enn barn. Hann hefur allar götur síðan átt í slitróttum samskiptum við dóttur sína. Þau endurnýjuðu kynnin á tíunda áratug síðustu aldar og brá dóttur hans þá fyrir í nokkrum kvikmyndum hans, Shadowlands og Remains of the Day. Síðan kom upp ósætti og þau hættu að talast við.

„Ég gæti verið bitur yfir fortíðinni en það jafngildir dauða. Þá ertu hættur að lifa,“ segir leikarinn og bætir við að enginn sé alfarið dýrlingur eða syndari. Fólk sé alls konar. Lífið sjálft einkennist af sársauka og fólk verður sárt og særir aðra. Það sé samt ekki hægt að dvelja á slíku. Kjósi fólk að gera slíkt þá sé það þeirra mál.

„Ég dæmi ekki. Ég gerði allt sem ég gat og þannig er það. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja.“

Leikarinn segist kæra sig kollugann um hvort dóttir hans lesi æviminningar hans eða ekki en á sama tíma sagðist hann ekki vilja særa hana.

Abigail Hopkins starfar fyrst og fremst sem tónlistarkona. Árið 2006 sagðist hún í samtali við The Telegraph vera tilbúin að sættast við föður sinn, sem hún hafði þá ekki talað við í fimm ár. Það gæti þó ekki verið einhliða ákvörðun.

„Við höfum í raun aldrei verið náin. Við höfum aldrei rætt stóru málin í lífinu því samskipti okkar hafa alltaf verið tilviljanakennd. Mér hefur aldrei fundist ég geta rætt þannig hluti við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum