fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. október 2025 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatahönnuðurinn og fyrrum kryddpían Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald David Beckham.

Victoria og David kynntust árið 1997 og gengu í það heilaga árið 1999. Þau eiga saman fjögur börn; Brooklyn, Cruz, Romeo og Harper.

Það var að koma út nýir heimildarþættir á Netflix um Victoriu, en heimildarþættir um David komu út árið 2023. Í þeim þáttum ræddi hún stuttlega um tímann árið 2004 þegar það fór þrálátur orðrómur á kreik um að David hafi haldið framhjá henni með barnapíunni Rebeccu Loos.

„Mér hefur aldrei liðið jafn illa,“ sagði hún.

Fara í gegnum storminn saman

Victoria tjáði sig enn frekar um málið í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy sem kom út í gær.

„Við höfum þurft að þola svo mikið. Við vorum einmitt að tala um það, því við héldum nýlega upp á 26 ára brúðkaupsafmælið okkar – og fólk sagði að þetta myndi ekki ganga en það eru 26 ár liðin,“ sagði hún og bætti við:

„Við höfum gengið í gegnum svo margt en við höfum alltaf staðið saman og farið í gegnum storminn saman. Farið í gegnum fjandans storminn saman.“

Mynd/Getty

„Victoria er mér allt“

David opnaði sig einnig um þetta tímabil í sínum þáttum.

„Ég veit ekki hvernig við komumst í gegnum þetta, í fullri hreinskilni. Victoria er mér allt, að sjá hana svona særða var ótrúlega erfitt. En við berjumst fyrir því sem skiptir okkur máli og þarna þurftum við að berjast fyrir hvort öðru, við þurftum að berjast fyrir fjölskyldu okkar. Og það sem við áttum var þess virði að berjast fyrir.“

Ástin sigraði og tókst hjónunum að komast yfir þennan erfiða kafla. Ári eftir að Victoria flutti til Spánar eignuðust þau þriðja barn sitt, drenginn Cruz, í febrúar 2005. Þau hafa nú verið gift í 24 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Myndasögur kenndu mér að lesa“

„Myndasögur kenndu mér að lesa“