Tvöfaldi Óskarsverðlauna leikarinn og leikstjórinn Tom Hanks var nær óþekkjanlegur þar sem hann ferðaðist um í neðanjarðarlest í New York borg.
Hanks huldi andlit sitt á bak við andlitsgrímu, og klæddist grænni húfu, jakka og peysuvesti, auk gleraugna. Á öxlinni bar hann græna tösku. Síðar um daginn var hann myndaður á bekk í almenningsgarði þar sem hann hafði fært grímuna að hluta til að súpa á drykk.
Fjögurra barna faðirinn hefur oft sést áður í neðanjarðarlestinni.