Þau hafa verið í sundur og saman síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa nokkrir framhjáhaldsskandalar komið upp, á báða bóga en aðallega þar sem Offset á við sök.
Cardi B og Offset gengu í það heilaga í september 2017. Hún sótti um skilnað tæplega þremur árum seinna, í september 2020. Þau tóku saman aftur nokkrum vikum seinna. Þau eiga saman þrjú börn, Kulture Kiari Cephus, 6 ára, Wave Set Cephus, 3 ára, og nýfædda dóttur.
Cardi B sótti aftur um skilnað frá rapparanum í júlí. Dóttir þeirra fæddist í september.
Þetta virðist ætla að vera ljótur skilnaður en þau voru að rífast opinberlega í gær þegar Cardi B var í beinni útsendingu á Instagram og var að láta sinn fyrrverandi heyra það fyrir að hafa hótað að taka til baka allar gjafirnar sem hann hefur gefið henni.
Hann var greinilega að horfa á streymið og ákvað að svara, en áhorfendur geta skrifað athugasemdir jafn óðum. Hann sakaði hana um að hafa sofið hjá öðrum karlmanni á meðan hún var ólétt.
„Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“ skrifaði hann.
Cardi B goes off on Offset as he threatened to take away gifts he bought her because she has started to “Move on” 👀🔥!
— “It’s funny ni**as can f*ck on anything, but when i talk to ni**as it’s a problem” pic.twitter.com/PW9BJUjvNa
— Saint (@spin4saint) September 25, 2024
Cardi B svaraði sínum fyrrverandi á X, áður Twitter og staðfesti ásökunina: „OG GERÐI ÞAÐ!!!“
AND DID !!!!!!
— Cardi B (@iamcardib) September 25, 2024
Það er ekki vitað hvenær hún á að hafa sofið hjá öðrum karlmanni, en hún sótti um skilnað í júlí.
Fyrst voru sögusagnir um að Offset hafi haldið framhjá henni aftur og það hafi gert útslagið, en heimildarmaður Page Six sagði það ekki rétt.
„Þau hafa þroskast í sundur. Það var á bak við ákvörðun hennar, meira en nokkuð annað. Þetta er eitthvað sem hún vill gera,“ sagði hann.