fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Myndmeistari stóru poppstjarnanna á leið til Íslands

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 18:01

Jonas Åkerlund Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski leikstjórinn Jonas Åkerlund er á leið til landsins í næstu viku, en hann verður á meðal heiðursgesta RIFF í ár, ásamt pólsk-þýsku leikkonunni Nastassja Kinski, gríska leikstjóranum Athina Tsangari og þá verður suður-kóreski leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Bong Joon-ho heiðraður á hátíðinni, en allir ofantaldir munu ávarpa gesti og svara spurningum.

Åkerlund mun mæta hingað til lands með Duel, eða Einvígin á ylhýrri íslensku, sem er eitt af óvenjulegustu kvikmyndaverkunum sem prýða hátíðina í ár, en þar er komin dansmynd úr smiðju sem byggir á vinsælu verki norska danshópsins í Nagelhus Schia. Það er samið af þeim Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur og kom fyrst fyrir almenningssjónir á Vigelundsafninu í Osló 2020 og þótti leysa úr læðingi alla þá krafta sem stafa af höggmyndunum sem þar er að finna.

Þetta er óvenjuleg mynd í marga staði og þykir bera höfundarverki Åkerlund glöggt vitni, en sá alþjóðlega verðlaunaði leikstjóri fer gjarnan ótroðnar slóðir í sköpun sinni, hvort heldur er í leiknum kvikmyndum, heimildarmyndum, tónlistarsýningum, leiksýningum eða auglýsingagerð, svo og músíkmyndböndum, en á síðastnefnda sviðinu hefur hann unnið með mörgum stærstu poppstjörnum samtímans á borð við Paul McCartney, Madonnu, Lady Gaga, Ozzy Osbourne og hljómsveitum eins og Duran Duran og Metalica.

Hann mun ræða um náið samstarf sitt við þessa heimskunnu listamenn sem hefur verið langt og farsælt.

RIFF alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram 26. september til 6. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Í gær

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Í gær

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið
Fókus
Í gær

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Timothée Chalamet nær óþekkjanlegur í nýju hlutverki

Timothée Chalamet nær óþekkjanlegur í nýju hlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“