fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Athina Tsangari heiðruð á RIFF

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:47

Athina Tsangari Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska kvikmyndagerðarkonan Athina Tsangari verður heiðruð á RIFF í ár sem upprennandi meistari og er vel að þeirri nafnbót komin, svo afkastamikil og ástríðufull sem hún hefur verið í listsköpun sinni og fræðimennsku í faginu.

Hún hefur jöfnum höndum unnið sem kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur, en er hvað þekktust fyrir að leikstýra stuttmyndum og leiknum myndum í fullri lengd allar götur frá því í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Meðal kunnustu verka hennar eru The Slow Business of Going frá 2000, Attenberg sem frumsýnd var 2010 og Chevalier frá 2015. Hún var einnig meðframleiðandi í myndum landa síns Yorgos Lanthimos og má þar nefna Kinetta frá 2005, Dogtooth sem fullgerð var fjórum árum síðar og Alps sem kom fyrir sjónir kvikmyndaunnenda 2011.

Tsangari er hámenntuð í fagi sínu og hefur sótt sér námið í bæði heimalandi sínu og við Háskólann í New York þar sem hún lærði kvikmyndaframleiðslu, sem og við Texasháskólann í Austin í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á leikstjórnarfræðin. Hún hefur á seinni árum verið vinsæll gestafyrirlesari, meðal annars við Harvard-háskólann vestanhafs, ásamt því að stofna til og stjórna Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Austin í Texas.

Tsangari er aufúsugestur á RIFF í ár, en auk hennar verður suður-kóreski leikstjórinn Bong Joon-ho heiðraður á hátíðinni ár, svo og heiðursgestirnir Jonas Åkerlund og Nastassja Kinski.

RIFF alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram 26. september til 6. október.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu