Það vakti athygli á dögunum þegar Skerjafjarðarskáldið góðkunna, Kristján Hreinsson, fjarlægði allar vísur sem hann hafði ort til forsetaframbjóðandans Höllu Hrundar Logadóttur af Facebook-síðu sinni.
Ástæðan fyrir þessari aðgerð voru leiðinlegt áreiti sem Kristján varð fyrir af hálfu nettrölla vegna vísnabirtinganna.
Kristján hefur nú safnað öllum vísunum saman í vísnakverið HALLA HRUND – MINN FORSETI í rafbók sem aðgengileg er gjaldfrjálst hér.
Kristján hefur sömuleiðis sent frá sér skáldsöguna Fjallkonan en hún sækir „efni beint og óbeint í atburði sem áttu sér stað og stund í raun og veru. Hildur Sara Sigþórsdóttir, ung leikkona og kennari, vaknar í tjaldi á Eyjafjallajökli að morgni. Þegar gos er að hefjast. Hún er ein og yfirgefin, ferðafélagar hennar eru horfnir. Hún getur í fyrstu ekki áttað sig á því hvað er að gerast. Smátt og smátt nær hún áttum og sér að hún muni þurfa að leita allra leiða til að lifa af. Hún leggur af stað út í óvissuna…“
Rafbókin er til sölu á 15 evrur. Sjá nánar hér.