Um er að ræða bókina Níðstöng hin meiri eftir skáldið og listamanninn Dag Sigurðarson sem kom út árið 1965. Það sem gerir bókina enn merkilegri er að hún virðist hafa verið gjöf frá Degi til móður hans, Jakobínu Margrétar Tulinius.
Fríða bendir á að eins bók hafi selst á 33 þúsund krónur á uppboði í fyrra en sú var ekki stíluð á móður Dags. Sjálf kveðst hún ekki ætla að selja bókina. „En þetta er fundur ársins og fegursti fífillinn í ljóðabókasafni mínu. Er í safnaravímu.“
Á fyrstu blaðsíðu bókarinnar stendur: „Til mömmu og Sverris frá mér, Dagur. Af 100 árituðum eintökum er þetta nr. 78. Dagur Sigurðarson.“
Foreldrar Dags voru Sigurður Thoroddsen og Jakobína en seinni maður hennar var Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur.
Fékk þessa í Góða hirðinum áðan.
Eins bók seldist á 33k á uppboði í fyrra og sú var ekki stíluð á mömmu hans!!! Ekki það að ég ætli að selja hana en þetta er fundur ársins og fagursti fífillinn í ljóðabókasafni mínu. Er í safnaravímu! pic.twitter.com/s0VBixxN4f— Fríða (@Fravikid) May 16, 2024