fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

Kidda var loks send í myndatöku þegar hún vaknaði í blóðpolli – „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2024 11:59

Kidda Svarfdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Kristjana Svarfdal, betur þekkt sem Kidda Svarfdal, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Kidda er eigandi og ritstjóri Hún.is og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á Spotify, Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Kidda fékk heilablæðingu árið 2021 en var þrisvar send heim af læknum með sterkar verkjatöflur sem sögðu hana vera með slæma vöðvabólgu. „„Í flestum tilfellum eru 25 prósent líkur að þú lifir,“ segir Kidda.

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa. Yfirleitt deyr fólk innan 24 tíma eftir að það fær blæðingu.“

Á vef Heilsuveru kemur fram:

„Heilablæðing verður þegar æðar í heilanum rofna. Ýmsir sjúkdómar geta valdið heilablæðingu og má nefna prótein útfellingar sem verða samfara öldrun og margra ára háþrýstingi sem veikir æðaveggi.“

Eins og að fá eldingu í hausinn

„Ég var að koma úr Costco með dóttur minni. Bara að ná í klósettpappír og þetta allt. Ég var að setja þetta allt í bílinn og fékk allt í einu sting,“ segir Kidda.

„Ég hef verið með mígreni og vöðvabólgu og allskonar, en þetta var eitthvað meira. Það var eins og ég hafði fengið eldingu í hausinn. Ég tók alveg andköf, ég var byrjuð að keyra í burtu og sá ekki neitt í smástund en síðan jafnaði þetta sig. En ég var með ógeðslegan hausverk og ljósfælin.“

Þegar Kidda kom heim fór hún í bað til að reyna að slaka á. „Svo líður kvöldið og ég verð ekkert betri. Ég tók íbúfen og paratabs og það gerðist ekki neitt, það lagaðist ekki neitt. Ég var upp í rúmi og mér fannst óþægilegt að liggja, þannig ég sat mjög mikið í rúminu en gat ekki horft á neitt eða gert neitt.“

Daginn eftir fór Kidda til læknis og fékk að heyra að þetta væri líklegast bara mígreni og vöðvabólga. „Ég sagði: „Þetta er ekki það, þetta er meira.“

En hún var send heim með verkjatöflur og sagt að koma aftur ef þetta myndi ekki lagast.

Var sagt að fara í nudd

„Magga [manninum mínum] stóð ekki á sama. Ég fór aftur á læknavaktina og fékk þá bara meiri verkjalyf og það var mælt með því að ég færi í nudd og eitthvað. Ég var bara rúmliggjandi, ég var föst í fósturstellingunni með svakalegan verk,“ segir Kidda og bætir við að hún hafi farið í nudd eftir læknisheimsókn númer tvö.

„Ég man að sársaukinn var svo mikill þegar ég lá þarna [á nuddbekknum] með hausinn niður að ég hélt ég væri að deyja.“

„Svo fórum við niður á bráðamóttöku, þriðja ferðin til læknis. Þar var sagt við mig að þau ætluðu að prófa að sprauta í vöðvann,“ segir hún.

Aðspurð hvort hún viti af hverju læknarnir voru svona harðákveðnir að þetta væri vöðvabólga segir Kidda:

„Alltaf þegar ég kom gerðu þau próf með fingurinn og ég gat alltaf fylgt honum eftir, þau voru að gera test tengd heilanum og ég gat það allt, þannig það fór ekkert lengra en það. Svo var sprautað í vöðvann og ég var bara grátandi: „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að.“ Ég fann að viðhorfið væri að ég væri móðursjúk.“

Kidda var send heim og átti að halda áfram að taka sterku verkjatöflurnar, sem slógu ekkert á verkinn.

Kidda svarfdal er gestur vikunnar í Fókus.

Vaknaði í blóðpolli

Um nóttina eftir þriðju læknisheimsóknina vaknaði Kidda liggjandi á gólfinu í blóðpolli neðst í stiganum heima hjá sér, svefnherbergið er á efri hæðinni.

„Ég vissi ekkert hvað væri að gerast. Ég fór inn á bað og var öll út í blóði. Ég sá mig varla í speglinum því það var svo bjart […] Ég fór inn í herbergi við hliðina á klósettinu sem ein af dætrum okkar á, hún var ekki heima. Ég lagðist aðeins í rúmið hennar því ég var svo þreytt, ég gat ekki gert neitt. Mér fannst ég þurfa að hvíla mig áður en ég færi upp aftur. Svo var eitthvað inni í hausnum á mér: „Þú verður að vakna, þú verður að fara á fætur. Áfram, áfram! Þú mátt ekki sofna.““

Kidda hlustaði á innsæið. „Ég fór upp og komst upp í herbergi til Magga og stóð yfir honum öll blóðug og vakti hann.“

Honum dauðbrá og sá að ástandið væri slæmt. Þau fóru upp á spítala, þá í fjórða skipti, en í þetta sinn fannst heilablæðingin loksins.

Loksins send í myndatöku

Kidda var með skurð á höfðinu og var spurð hvort hún hefði misst meðvitund við höggið. Hún játaði og útskýrði hvernig hún hafði vaknað. Hún var þá send í myndatöku og þá kom í ljós að það væri ekki allt með felldu. „Þessi skurður hefur örugglega komið þegar ég var að labba niður stigann til að fara á klósettið, ég man ekkert eftir því samt, og hef dottið niður stigann og lent á kantinum neðst í stiganum,“ segir Kidda.

„Eftir myndatökuna kom einhver og sagðist ætla að taka aðra mynd og setja skuggaefni. Ég var svo þreytt og langaði bara að fara að sofa. Síðan kom læknir til mín og sagði að ég væri með heilablæðingu og þyrfti að fara í aðgerð sama dag.“

Kidda ræðir þetta nánar í þættinum sem má horfa á hér að ofan eða hlusta á Spotify. Hún endaði með að fara í þrjár aðgerðir, þar af eina heilaskurðaðgerð. Kidda ræðir einnig um æskuna í Djúpavík á Ströndum og líkamsárásina sem varð til þess að hún varð edrú.

Fylgstu með Kiddu á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið hennar Fullorðins hér.

Kidda skrifaði einnig um heilablæðinguna og bataferlið á Hún.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Litli Bjarni býr bak við hjartað í mér í djúpum gluggalausum helli“

„Litli Bjarni býr bak við hjartað í mér í djúpum gluggalausum helli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
Hide picture