fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

Fókus
Mánudaginn 6. maí 2024 10:00

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bashar Murad hefur sett í loftið Karolinafund síðu þar sem hann býður fólki að taka þátt í að fjármagna nýja plötu sem hann hefur unnið að með Einari Stef úr Hatara undanfarin tvö ár.

Bashar sendir frá sér nýja smáskífu, Stone eða Steinn föstudaginn 10. maí næstkomandi. Hann kemur fram á tónleikum í London 7. maí, í París 10.maí og á Falastinvision tónleikum í Malmö laugardaginn 11. maí og síðan í Iðnó laugardaginn 18. maí.

Að vera palestínski fáninn

Bashar er Íslendingum að góðu kunnur eftir að hann bauð fram Vestrið villt / Wild West og söguna um ferðalag sitt frá Palestínu til Íslands í Söngvakeppni RÚV þar sem hann freistaði þess að láta æskudraum sinn um að komast á Eurovision sviðið rætast. Innrás Ísrael á Gaza gerðist í miðju ferðalaginu og setti það í erfitt samhengi.

Aðsend mynd.

„Barátta foreldra minna um að Palestína fengi viðurkenningu EBU árið 2009 gaf mér hugmyndina um að verða fyrstur til að kynna þjóð mína á þessum vettvangi. Hugmyndin um að prófa að gera þetta í gegnum Ísland vaknaði eftir samstarf mitt við Hatara 2019 og síðar samstarf okkar Einars en hann er meðhöfundur og upptökustjóri á plötunni okkar. Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína. Vera palestínski fáninn á sviðinu sem núna er bannaður. Táknheimur okkar er svo mikið tabú og mér þykir þess vegna mikilvægt að þora að taka pláss.“

Bashar hafnaði í öðru sæti en þátttaka hans vakti mikla athygli fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og The Telegraph þar sem því var meðal annars haldið fram að þarna færi palestínska útgáfan af Lady Ga Ga sem væri líkleg til sigurs í Eurovision. „Þetta var áhugavert ævintýri og tilraun sem er núna hluti af sköpunarferlinu mínu við gerð þessarar plötu,“ segir Bashar sem setti nýverið í loftið myndband á TikTok um þetta ferðalag sitt.

@basharmuradofficial A Wild West Story: the story of how a Palestinian artist from Jerusalem ALMOST represented Iceland Eurovison 2024. #wildwest #eurovision #eurovision2024 #wildwest #esc #esc2024 ♬ Wild West by Bashar Murad – Bashar Murad

Palestínskt myndmál

Stone eða Steinn er önnur smáskífan sem þeir félagar senda frá sér á eftir Wild West. Þjóðlagapopp þar sem stuðst er við myndmál og tákn úr palestínskri menningu til að fjalla um baráttu Palestínufólks en um leið er sungið um vonina um betri framtíð.

„Vonin er svo mikilvæg og stundum það eina sem við eigum,“ segir Bashar. Lagið er endurgerð á „On Man“ eftir Sabreen sem er brautryðjendasveit í palestínsku tónlistarlífi stofnuð af föður Bashars. Sabreen er núna upptökuver sem veitir ungum palestínskum tónlistarmönnum aðstöðu fyrir tónlistariðkun í palestínsku samhengi.

Bashar segir þetta tónlistarlega uppeldi hafa verið leikvöll sinn fyrir alls kyns tilraunir og skipt hann öllu máli að að þróast á sínum forsendum sem tónlistarmaður. Honum þyki því afar vænt um Sabreen og það sem þau hafa gefið palestínskum tónlistarmönnum og sú væntumþykja varð kveikjan af þessari endurgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram