fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 5. maí 2024 13:30

Svíturnar eru glæsilegar og kosta sitt. Mynd/Norwegian Jewel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá neinum að skemmtiferðaskipum hefur fjölgað hér við land á undanförnum árum. Árlega koma nú í kringum 200 skemmtiferða skip til landsins.

Þessi skip eru í raun fljótandi hótel með tilheyrandi lúxus. Margir velta því fyrir sér hvernig er um að litast í svítunum á skemmtiferðaskipunum. Hér eru nokkur dæmi um það.

Viking siglir til Íslands. Mynd/Viking

Bílstjóri í hverri höfn

Svissneska skipafélagið Viking siglir meðal annars til Íslands. Um borð í skipinu Viking Saturn er sérlega hugguleg svíta, Owner´s Suite. Hún er 134 fermetrar að stærð með mörgum herbergjum, sérvöldu vínsafni og borðstofu þar sem hægt er að halda matarboð fyrir tólf manns. Svítunni fylgir leigður bíll og bílstjóri í hverri höfn. Þar að auki fylgir saunabað með útsýni yfir sjóinn svítunni.

Saunabað með útsýni yfir sjóinn. Mynd/Viking

Vitaskuld kostar skildinginn að gista í svítunni. Um 2,6 milljónir króna fyrir 35 daga dvöl.

 

VIP svæði

Bandaríska skipafélagið Celebrity rekur 3 þúsund farþega skip sem heitir Celebrity Edge og siglir mikið um Karíbahafið. Þar má finna svítu sem kallast Iconic Suite. Svítan er 239 fermetrar að stærð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.

Svítan er rúmgóð og glæsileg. Mynd/Celebrity

Með útsýni næstum allan hringinn inniheldur svítan meðal annars eigin verönd og heitan pott. Einnig aðgang að sérstöku VIP svæði skipsins þar sem eru flottir veitingastaðir og sólbaðssvæði sem aðrir gestir skemmtiferðaskipsins hafa ekki aðgang að.

Útsýnið er ekki af verri endanum. Mynd/Celebrity

Verðmiðinn fyrir 13 daga dvöl er ekkert smáræði, tæpar 4 milljónir króna.

 

Eitthvað fyrir börnin

Bíómyndarisinn Disney rekur sitt eigið skemmtiferðaskip, Disney Wish. Þar er að finna svítu sem kallast Tower Suite, efst í skipinu.

Disney kunna þetta. Mynd/Disney Cruises

Þessi 182 fermetra svíta hefur fjögur svefnherbergi, eigin lyftu og bókasafn. Einnig veitir leiga svítunnar aðgang að sérstöku VIP svæði.

Svefnherbergin eru ekki af verri endaum. Mynd/Disney Cruises

Skipið siglir styttri leiðir, einkum til Bahama eyja, en rukkað er í botn. Verðmiðinn fyrir 3 nætur er 1,9 milljón króna.

 

Rándýr ofursnekkja

Á hinu glænýja skemmtiferðaskipi Ilmu, í eigu skipafélagins Ritz-Carlton Yacht Collection, má finna sérlega glæsilega svítu, einnig titluð Owner´s Suite. Skipið er mun minna en áðurnefnd skip, en það er frekar kallað „ofursnekkja“ í stað skemmtiferðaskips. Tekur skipið aðeins tæplega 500 farþega.

Þessi er ekki ódýr. Mynd/Ritz Carlton Yacht Collection

Svítan er ekki mjög stór, aðeins 96 fermetrar, en henni fylgir einkaverönd sem er 67 fermetrar. Ekki nóg með það þá fylgir henni þjónn og mörg önnur þægindi.

Fyrsta ferðin verður sigld í september. Mynd/Ritz Carlton Yacht Collection

Ilma siglir sína fyrstu ferð næstkomandi september, frá Monte Carlo til Rómar. Siglingin stendur yfir í 7 nætur. Verðið fyrir svítuna er 7,7 milljónir króna.

 

Skópússun í lítilli svítu

Eina minnstu lúxussvítuna má finna um borð í skemmtiferðaskipinu, eða bátnum, Bon Voyage. En hún kallast Grand Suite.

Lítil en krúttuleg snekkja. Mynd/Bon Voyage

Svítan er aðeins 26 fermetrar að stærð, dvergvaxin miðað við margar aðrar, en hún er glæsileg engu að síður og einstaklega fallega skreytt.

Skipið siglir einkum á milli Frakklands og Norður Afríku. Mynd/Bon Voyage

Gestir fá meðal annars morgunmat sendan á herbergið, bryta og skópússun. Skipið siglir vanalega á milli Frakklands og Norður Afríku

 

Kokteilpartí með skipstjóranum

Norwegian Jewel er skemmtiferðaskip sem er oft siglt til Íslands. Þar má finna risavaxin svítu sem kallast The Haven Garden Villa. Telur hún litla 621 fermetra, einkasundlaug, sólpall, heitan pott og bryta.

Flygill fylgir svítunni. Mynd/Norwegian Jewel

Þar að auki er gestunum í svítunni boðið í kokteilpartí með skipstjóranum og stýrimönnunum.

Kokteilpartí með offiserunum fylgir leigunni. Mynd/Norwegian Jewel

Þrátt fyrir stærðina kostar svítan „aðeins“ 6,1 milljón króna í 11 nætur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“