fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Fókus
Fimmtudaginn 2. maí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, kemur stjórnmálafræðingnum og forsetaframbjóðandanum Baldri Þórhallssyni til varnar.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Ljósmynd af Baldri hefur verið í nokkurri dreifingu undanfarnar vikur. Myndin kom af vefsíðu skemmtistaðar í París. Hafa sumir kallað staðinn kynlífsklúbb, en mun það ekki vera alls kostar rétt, en staðurinn skiptist niður á hæðar þar sem á efri hæð er hefðbundinn hinsegin bar og neðri hæðin helguð djarfari gestum.

Baldur er fullklæddur á myndinni en andstæðingar framboðs hans hafa gagnrýnt hann harðlega og spurt hvort það sé forsetalegt að heimsækja svona staði.

Sjá einnig: Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Hvað með frambjóðendur sem hafa farið inn á strippstaði?

Ragnhildur kemur Baldri til varnar og spyr hvort það sé ekki verið að kasta steinum úr glerhúsi.

„Öll höfum við gert allskonar í gegnum tíðina. Lifað lífinu. Gert mistök. Það gerir okkur mannleg og reynslunni ríkari,“ segir hún í nýjum pistli á Facebook.

„Maður heldur utan um annan mann á ljósmynd og tær krumpast og efri varir krullast. Af því maðurinn sem er í framboði til forseta er samkynhneigður og staddur á skemmtistað sem í daglegu tali kallast hommabar.

Er það virkilega svo að gamlar rykfallnar ljósmyndir séu dregnar upp úr koffortinu til að rýra trúverðugleika fólks sem sækist eftir embætti forseta Íslands?

Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?  Því líklega meirihluti hefur álpast inná slíka staði í galsa næturinnar.“

Missti bílprófið

Ragnhildur viðurkennir að hún hefur farið inn á bæði strippstað og hommabar. Hún segir sitt líf ekki flekklaust.

„Á unglingsárunum drakk Naglinn vel og rækilega. Var oft ótæpilega drukkin. Reykti pakka á dag. Prófaði fíkniefni.  Var með stæla og leiðindi á djamminu. Tekin fyrir ölvunarakstur og missti prófið.

Gerir það Naglann að síðri manneskju.  Verr til þess fallin að sinna starfi sínu. Skerðir það mennsku, samkennd, innsýn, þekkingu, menntun, víðsýni að hafa gert hluti á djamminu?

Að þú sért verri fulltrúi þjóðar og sameiningartákn að hafa mögulega skellt þér á galeiðuna endrum og eins?

Þurfum við virkilega að hafa lifað púrítanalífi í munkaklaustri til að vera gjaldgeng sem forseti?

Að einu myndirnar séu að tína blóm í haga og hjálpa ömmu að baka kleinur.“

„Gerum betur árið 2024“

Ragnhildur nefnir aðra þjóðarleiðtoga í þessu samhengi.

„Obama viðurkenndi að hafa reykt gras og djammað mikið á sínum menntaskólaárum. Ekki gerði það hann að síðri forseta,“ segir hún.

„Kommonn krakkar… gerum betur árið 2024 en að synda áfram í drullupytti fordóma og fáfræði með spurningum sem eiga heima á Þjóðminjasafninu með símaskránni þegar heimasími Naglans var 686949.

Og nú vitið þið hvern ég mun kjósa sem forseta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram