fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 29. apríl 2024 15:38

Hjónin Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmynd af forsetaframbjóðandanum Baldri Þórhallssyni hefur verið í nokkurri dreifingu undanfarnar vikur. Myndin kom af vefsíðu skemmtistaðar í París. Hafa sumir kallað staðinn kynlífsklúbb, en mun það ekki vera alls kostar rétt, en staðurinn skiptist niður á hæðar þar sem á efri hæð er hefðbundinn hinsegin bar og neðri hæðin helguð djarfari gestum. Staðurinn er einn fjölmargra hinsegin staða í París, er rétt við nútímalistastafnið, listsögusafnið og Stravinski brunninn fræga. Skemmtistaðurinn er opin öllum úr hinsegin samfélaginu þó hann auglýsi sig sérstaklega fyrir homma og býður upp á svokallað „cruising“.

Á téðri mynd er Baldur fullklæddur, svo því sé haldið til haga, en sökum þess hvar myndin birtist hefur hún farið á flug og hafa andstæðingar framboðs Baldurs spurt hvort það sé forsetalegt að heimsækja svona staði. Blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur út í málið í hlaðvarpinu Spursmál, og sagði nauðsynlegt fyrir frambjóðandann að svara fyrir málið og hvort svona framkoma sæmi ásýnd forseta embættisins.

Baldur tók fram að fyrst og fremst væri hér um að ræða rúmlega 10 ára gamla mynd sem sýni ekkert athugavert. Hann og Felix, líkt og aðrir, verði fyrir kjaftasögum og þar séu hlutir á borð við gamlar myndir ýkt og slitið úr samhengi.

„Þessi mynd er með þeim sakleysislegri myndum sem hafa birst af mér. Þó ég viti ekki hvað þessi staður gerir í dag.“

Stefán ýtti þó áfram og sagði bæði hann og Baldur vita hvað þessir klúbbur væri þekktur fyrir. Baldur ítrekaði að myndin væri siðsamleg og hann bara viti ekkert sérstakt um þennan klúbb eða hvenær þessi mynd var tekin. Hann hafi ekki verið að sækja í kynlífsklúbba eða annað slíkt.

Aldrei varpað skugga

Baldur bendir á að bæði hann og Felix hafi farið erlendis sem fulltrúar Íslands með einum eða öðrum hætti. Aldrei hafi verið kvartað undan þeim.

„Það hefur aldrei varpað skugga á íslenskt samfélag eða Íslands, okkar framkoma erlendis.“

Stefán Einar gekk hart eftir svörum frá frambjóðandanum og lét að því liggja að myndin umdeilda gæti haft áhrif á ásýnd embættisins, yrði Baldur kjörinn. Fyrst spurði Stefán Einar hvort þetta gæti haft áhrif og svaraði svo sjálfum sér þegar hann tók fram síðar þetta geti haft áhrif innanlands sem erlendis.

Aðrir hafa þó bent á að þessi umræða einkennis af fordómum sem eigi lítið erindi í nútímann. Cruising staðir séu áminning um tíma þar sem karlmenn áttu á hættu að vera fangelsaðir fyrir að vera hinsegin. Kynlíf þeirra var jafnvel refsivert en auk þess voru fordómarnir svo gífurlegir að fáir treystu sér út úr skápnum. Þá varð til menning skyndikynna þar sem menn notuðu orðið cruising til að finna aðra menn í sömu hugleiðingum, án þess að eiga á hættu að tal þeirra yrði tilefni lögregluafskipta.

Tímarnir eru breyttir en orðið Cruising fylgdi hinsegin samfélaginu áfram. Cruising skemmtistaðir eru vinsælir hér í Evrópu og fyrir utanaðkomandi eru þeir merki um frjálslyndi og umburðarlyndi Evrópubúa í hinsegin málum og í kynlífi almennt.

Því spyrja sumir nú – er ósiðsamlegt það eitt að hafa stigið fæti inn fyrir dyr skemmtistaðar þar sem kynlíf er stundað í öðru rými? Eiga forsetar að vera kynlausir? Eða mega forsetar kannski ekki vera hommar?

Skemmtikrafturinn Vilhelm Neto spyr hreinlega hvort að forsetar megi ekki hafa lifað, og deilir svo myndinni umdeildu með orðunum : Hólý Mólý Baldur! Hvernig vogarðu þér? hahahahah“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir