fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Birna Ósk opnar sig um samband með þekktum ofbeldismanni – „Er hann á eft­ir henni eða drep­ur hann alla sem koma ná­lægt henni?“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 18:39

Birna Ósk Ólafsdóttir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Ósk Ólafs­dótt­ir kolféll fyrir nokkrum árum fyrir manni, en fljótlega kom í ljós að kærastinn var ofbeldismaður og ekki allur þar sem hann var séður. Samband þeirra var stormasamt á sama tíma og ítrekað var fjallað um kærastann í fjölmiðlum vegna ofbeldisglæpa hans, nafn hans var á allra vörum og sat hann meðal annars inni fyrir ofbeldisverk sín. 

Bataferli Birnu Óskar, sem enn stendur yfir, hefur verið erfitt og í viðtali við Helga Ómarssonar í hlaðvarpi hans, Helgaspjallinu, segir hún frá sambandinu, hvaða áhrif það hafði á hana og frá krefjandi bataferlinu.

„Ég hugsaði oft að þetta myndi aldrei koma fyr­ir mig, af hverju fara þessar stelpur ekki, af hverju stoppa þær þetta ekki [ofbeldið],“ seg­ir Birna Ósk. „ Eftir á hugsa ég: „Hvað var ég að gera?“

Segir hún fyrsta árið hafa verið verst og verstu atburðina hafa gerst þá. Segist hún aldrei hafa viljað tjáð sig um sambandið áður, og enn sé hún að reyna að skilja hvað hafi gengið á. „Minn versti óvinur er þegar atburðir fara í fjölmiðla. Ég ræð ekkert við það og á þessum tíma fór mál í fjölmiðla, sem fór víða, og það setti strikið á þetta: „Hún var með honum, hann gerði þetta út af henni og það er bara búið. Þetta verður merkt henni það sem eftir er.““

Kærastinn á allra vörum og í fréttum vegna ofbeldisglæpa

Kærastinn fyrrverandi, sem átti bjarta framtíð fyrir sér fyrir nokkrum árum sem keppandi í CrossFit og einkaþjálfari, var reglu­lega í fréttum fjöl­miðla og á allra vör­um fyr­ir nokkrum árum. Hann á að baki á að baki minnst tvo dóma fyrir frelsissviptingar, líkamlegt ofbeldi, brot á nálgunarbanni, rán, skemmdarverk á bíl, fíkniefnabrot og fleira.

Birna Ósk segir enn marga forvitna um samband þeirra. Fjögur ár eru síðan sambandinu lauk og segist Birna Ósk, sem í dag er 26 ára, enn heyra fólk nálægt henni pískra: „Bíddu er þetta ekki hún?“ og það síðast bara þremur dögum fyrir vðtalið.

Sam­bandinu fylgdu meðal annars sögu­sagn­ir, ein­angr­un frá vin­um og fjölskyldu, vinkonur hennar voru spurðar um sambandið, allt eitthvað sem hún upplifir enn í dag.

Segist hún hafa einangrað sig með tímanum frá öllu og öllum þar sem hún vill ekki stofna vinum og fjölskyldu í hættu vegna kærastans fyrrverandi. „Ég myndi aldrei stofna neinum í hættu út af mér. Hvernig heldurðu að það sé að vera með það á samviskunni að einhver sé hræddur, meiðist eða verði fyrir einhverju út af mér?

Ég er stelpan sem allir þurfa að forðast, það má enginn tala við mig, það má enginn horfa á mig. Ég á fullt af vinkonum sem eiga kærasta og enginn þeirra vill kynnast mér, en þeir eru allir búnir að kynnast öllum hinum vinkonunum. Þeir halda í alvörunni að ef þeir kynnast mér þá séu þeir komnir í vandræði gagnvart þessum aðila.“

„Drep­ur hann alla sem koma ná­lægt henni“

„Mitt nán­asta fólk er oft spurt, þá sér­stak­lega vin­kon­ur mín­ar, en þær fá spurn­ing­ar á við: „Er hann á eft­ir henni eða drep­ur hann alla sem koma ná­lægt henni?“ Birna Ósk seg­ist stund­um fá á til­finn­ing­una að hún sé brenni­merkt á enn­inu: „Þetta er hún. Ekki koma nálægt henni, helst ekki horfa á hana.“

Birna Ósk seg­ist enn vera að vinna sig út úr áfall­inu sem hún varð fyr­ir, en í fyrstu taldi hún  sig komast yfir sambandið án aðstoðar, hún væri sterk og heilsteypt manneskja. Það gekk þó ekki eftir og leitaði Birna Ósk í Bjarkarhlíð.  „Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í Bjark­ar­hlíð en þá fann ég fyr­ir til­finn­ingu von­leys­is. Kon­urn­ar sem ég ræddi við sögðu mál mitt grafal­var­legt en báðar könnuðust þær við aðilann [kærastann fyrrverandi] sem ég ræddi um,“ seg­ir Birna Ósk, sem fór af fundinum í Bjarkarhlíð og mætti aldrei aftur. 

Segir hún konurnar hafa gert mikið mál úr þessu og viljað koma henni í end­ur­hæf­ingu, en sjálfri fannst henni málið ekki það alvarlegt á þessum tíma. Sjálf segist hún hafa verið í „survival mode„ og drekkt sér í vinnu. Í dag segist hún sjá að viðbrögð kvennanna í Bjarkarhlíð hafi verið hár­rétt. 

Seg­ir fólk ekki gefa henni sjálfri tækifæri

Segir Birna Ósk fólk sjaldan gefa henni tækifæri sem hún sjálf og seg­ir hún það erfitt að vera bendluð við kærastann fyrrverandi enn þann dag í dag. „Ég er alltaf bendluð við allt sem teng­ist hon­um. Það er aldrei talað um Birnu Ósk sem var mikið í hest­un­um og í ræktinni eða sem fór næstum í kokkinn. Það er alltaf: „Þetta er hún.“ Þetta elt­ir mig,“ seg­ir Birna Ósk sem lýs­ir þessu sem ákveðinni teg­und einelt­is. „„Við erum að tala um fjög­ur ár af baktali og sögu­sögn­um, mér finnst það lítið annað en einelti. Fólk er hrætt við mig og óró­legt í kring­um mig. Þetta er svo sárt, þessi ei­lífa höfn­un. Ég lenti í þessu verst, það hafa komið atburðir í fréttirnar sem tengjast mér ekkert. En það er alltaf: „Þetta er út af Birnu.“

Segir hún margar sögur um sig í gangi. „Það veit engin nema ég, nánasta fjölskylda mín, fagaðilar, lögreglan og meðferðaraðilar sem ég hef talað við hvað gekk á. Fólk leyfir sér samt að tala og tala og ég get ekki reynt að svara fyrir það, ég væri bara í fullri vinnu við það. Ég skildi aldrei þessa miklu forvitni og sögusagnir. Því dýpra sem ég fór því lengra fór fólk,“ segir Birna Ósk. 

Segir hún að hún hefði frekar þurft á skilningi, samkennd og hlýju að halda en sögusögnum og að fólk upplifði hana sem plágu sem þyrfti að forðast með öllum ráðum.

Sambandið og sögusagnir hafa líka áhrif á Birnu Ósk í vinnunni. „Ég var til að mynda eitt sinn tek­in á fund og spurð að því hvort að sam­starfs­fólk mitt væri í hættu vegna viðveru minn­ar á vinnustaðnum. Ég get ómögu­lega lýst því hvað það var sárt,“ seg­ir Birna Ósk sem hef­ur í dag al­gjör­lega ein­angrað sig frá vinum og vandamönnum. Og á erfitt með að fara út úr húsi, til dæmis bara að versla í matinn. 

Í þættinum kemur fram að Helgi ræddi við fyrrum kærasta Birnu Óskar, sem gerði engar athugasemdir við að viðtalið við Birnu Ósk færi fram. Kærastinn er að sögn Helga að vinna í sinni edrúmennsku. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu