fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
FókusMatur

Ætlar að gera kökupinna fyrir fermingarveisluna sína

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 12:26

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar mæðgurnar Elínu Heiðu Hermannsdóttur og Berglindi Hreiðarsdóttir sem eru í óðaönn að undirbúa fermingardaginn hennar Elínar Heiðu. Elín Heiða ætlar til að mynda að baka hluta af kræsingunum sjálf. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fermingarnar eru að fara á fullt og í tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þáttarins Matur og heimili mæðgur sem eru í óðaönn að klára lokaundirbúninginn fyrir stóra daginn.

Elín Heiða Hermannsdóttir fermist 26.mars næstkomandi í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og er búin að standa í ströngu í undirbúningnum fyrir stóra daginn með móður sinni Berglindi Hreiðarsdóttir matarbloggara meiru sem heldur úti síðunni Gotteri og gersemar.

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími og undirbúningurinn hefur gengið vel,“ segir Elín Heiða. Elín Heiða gaf út bókina Börnin baka fyrir tveimur árum með móður sinni og ætlar meðal annars að sjá um að gera hluta af kræsingunum í veisluna sjálf. „Ég ætla að gera kökupinna og síðan ætla ég líka að gera skinkuhorn.“

Berglind segir að dóttir hennar hafi sjálfstæðar skoðanir og hafi nánast alveg ráðið för þegar kom að því að setja upp stóra daginn og undirbúa ferminguna. „Hún hefur fyrirmyndina af fermingarveislu stóru systur sinnar en kemur líka með sínar persónulegu áherslur í sinni veislu sem framundan er,“ segir Berglind og brosir.

Meira um fermingarundirbúninginn og hvernig veislan hennar Elínar Heiðu á að vera í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili 14. mars 2023 - stikla
play-sharp-fill

Matur og heimili 14. mars 2023 - stikla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
14.10.2023

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins
Matur
13.10.2023

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Matur
11.10.2023
Sítrónupasta
Hide picture