fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Matthew Perry var með sérstaka ósk í lokaþætti Friends

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 18:30

Matthew Perry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Matthew Perry bar sérstaka beiðni upp við handritshöfund sjónvarpsþáttanna Friends þegar kom að tökum síðasta þáttarins, beiðni sem enginn annar hafði áhuga á að hans sögn. 

Síðasti þátturinn var í tveimur hlutum með heitinu The Last One og var seinni þátturinn, sá síðasti af alls 236 þáttum, sýndur 6. maí árið 2004. Í honum má sjá að allt endar vel hjá vinunum sex eftir tíu þáttaraðir þar sem margt gekk á. Sambandshlé Ross og Rachel er afgreitt, Chandler og Monica eru komin með tvö lítil börn í líf sitt og vinirnir standa í íbúð Monicu og kveðja hana formlega.

Perry fjallar um þáttinn í ævisögu sinni, Friends, Lovers and The Big Terrible Thing, sem kom út í fyrra. Þar segir hann frá því að hann hafi farið til handritshöfunda þáttanna með sérstaka beiðni. 

„Enginn annar mun hugsa um þetta nema ég,“ sagði Perry við handritshöfundinn Marta Kauffman þegar hann bað hana um að gefa sér lokalínuna í þáttaröðinni. „Svo má ég vinsamlegast fá síðustu línuna?“

Segir Perry þau hafa átt tíu ára farsælt samstarf og því hafi Kauffman samþykkt beiðni hans um leið. 

Í lokaatriði þáttarins má sjá Monicu og Chandler pakka saman í íbúð Monicu.  Rachel spyr hvort þau hafi smá tíma áður en þau leggja af stað á nýja heimilið sitt og segir: „Eigum við að fá okkur kaffi?“ 

Eins og aðdáendur þáttanna vita þá héngu vinirnir sex iðulega saman á sama kaffihúsinu, Central Perk. En það var þessi spurning frá Rachel sem gaf Perry hugmynd að lokalínu þáttanna. Chandler svarar því Rachel með hans gamansama hætti:  „Hvar?“

Perry sagði í ævisögu sinni að hann hafi fengið að draga tjaldið niður fyrir Friends.

„Ég elska svipinn á Schwimmer þegar ég segi þessa línu,  þetta er hin fullkomna blanda af ástúð og skemmtun, nákvæmlega það sem Friends hafa alltaf gefið heiminum.“

Sjá einnig: Dánarorsök Matthew Perry -Veröldin syrgir vin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð