fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Dánarorsök Matthew Perry -Veröldin syrgir vin

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 10:01

Matthew Perry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Matthew Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles í gær.

Sjá einnig: Friends-leikarinn Matthew Perry er látinn, 54 ára að aldri

Lögregluyfirvöld sögðu að leikarinn hafi fundist eftir að fyrstu viðbragðsaðilar voru kallaðir á vettvang vegna hjartastopps. Dánarorsök Friends-leikarans hefur verið opinberuð, en hann lést „eftir að hafa drukknað í nuddpottinum,“ greinir DailyMail frá. Engin fíkniefni fundust á vettvangi og ekkert benti til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Heimili Perry

Í síðustu færslu sinni á Instagram, sem Perry deildi fyrr í vikunni, naut hann sín í nuddpottinum og skrifaði í færsluna: „Ó, svo hlýtt vatn sem þyrlast í kringum lætur þér líða vel? Ég er Mattman.“

Perry varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing  í sjónvarpsþáttunum Friends, sem sýndir voru í tíu ár, en á næsta ári eru 20 ár liðin frá því að síðasti þátturinn var sýndur.

Perry var opinskár opinberlega um vandamál sín tengd eiturlyfjum og áfengi,, en hann fór fyrst í meðferð árið 1997 eftir að hann ánetjaðist verkjalyfjum eftir jetski slys. Hann fór aftur í meðferð árin 2001 og 2011. Hann sagði við viðmælanda árið 2016 að hann mundi ekki eftir að hafa tekið upp þrjár þáttaraðir af Friends.

Vinur Perrys til margra ára segir við DailyMail: „Allir eru í algjöru áfalli. Fólk grætur í síma og á erfitt með að taka þessum fréttum. Það er ekkert leyndarmál að hann glímdi við eiturlyf og áfengi í mörg ár en síðast þegar ég talaði við hann virtist hann vera á góðum stað. Hann var hress og hljómaði edrú og jákvæður. Hann hafði farið í endurhæfingu 17 sinnum og næstum dáið úr misnotkun á ópíóíðum en hann var einlægur í að taka líf sitt edrú, einn dag í einu.

Þetta eru svo hörmulegar fréttir. Allir eru vonast til að hann hafi ekki fallið aftur. Matt var virkilega yndislegur strákur. Hann var alltaf fyrstur til að bjóða nýliða velkomna í hópinn og bauð sig alltaf fram til að hjálpa og vera til þjónustu. Við erum öll í erfiðleikum með að sætta okkur við þessar hræðilegu fréttir.

Perry lýsti baráttu sinni við fíknina í ævisögu sinni „Friends, Lovers, and the Big Terrible Thing: A Memoir“. Perry upplýsti einnig að ristill hans hafi sprungið vegna ópíóíðafíknar hans þegar hann var 49 ára. Læknar gáfu honum aðeins tveggja prósenta líkur á að lifa af og hann var í dái í tvær vikur og síðan í marga mánuði í endurhæfingu á spítala. Perry þurfti 14 skurðaðgerðir til að gera við allar kviðskemmdir og hann viðurkenndi að hafa farið í endurhæfingu 15 sinnum í gegnum árin í von um að losna við eiturlyfjafíkn sína. Á einum tímapunkti á Friends ferlinum viðurkennir hann að hann hafi tekið 55 Vicodin á dag og var kominn niður í 64 kíló að þyngd.

Hann sagði við viðmælanda árið 2016 að hann muni ekki eftir að hafa tekið upp þrjár þáttaraðir af Friends. „Ég hafði þessa skrítnu reglu að drekka ekki á setti. En ég fór margoft í vinnuna þunnur.. Það er svo hræðilegt að líða svona og þurfa að vinna og vera fyndinn í ofanálag.“

Hann upplýsti meira að segja að hann fór oft að skoða opin hús, ekki vegna þess að hann hefði áhuga á að kaupa fasteign heldur til að athuga hvort hann gæti stolið lyfjum úr lyfjaskápum.

Þráði að verða frægur

Perry fæddist 19. ágúst 1969 í Massachusetts og ólst upp í Ottawa, alinn upp af móður sinni, Suzanne Morrison, kanadískum rithöfundi og fyrrverandi fréttamanni Pierre Trudeau forsætisráðherra.

Foreldrar Perry voru gift 1969 – 1970, og móðir hans giftist síðar kanadíska útvarpsblaðamanninum Keith Morrison, sem hefur verið á Dateline í áratugi, árið 1981.

Í Kanada var Perry vel metinn tennisleikari, en 15 ára gamall flutti hann til Los Angeles til að vera nær föður sínum, John Bennett Perry, leikara sem þekktur var fyrir með annars sjónvarpsþættina Falcon Crest, og Old Spice auglýsingar.

Á níunda og tíunda áratugnum fékk Perry hlutverk  í vinsælustu sjónvarpsþáttum áratugarins eins og Charles in Charge, Who’s The Boss?, Growing Pains og Beverly Hills, 90210. Hann fór einnig með hlutverk í A Night in the Life of Jimmy Reardon, kvikmynd sem kom út árið 1988 með River Phoenix í aðalhlutverki. Myndin var „ein mesta upplifun sem ég hef upplifað, því ég var 16 ára og í Chicago alveg einn, engir foreldrar í kringum mig. Ég vissi að ég vildi verða leikari,“ sagði Perry við BuzzFeed. 

Perry ásamt River Phoenix

„Það kom gufa út um eyrun á mér, mig langaði svo mikið að verða frægur,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2002. „Þú vilt athyglina, þú vilt fá peningana og þú vilt besta sætið á veitingastaðnum. Mér datt ekki í hug hverjar afleiðingarnar yrðu.’

Draumur hans um frægð rættist svo sannarlega með Friends þáttunum, sem fjölluðu um sex vini og líf þeirra í New York. Þættirnir voru sýndir í tíu þáttaröðum yfir 10 ára tímabil við miklar vinsældir og njóta þeir enn mikilla vinsælda 19 árum eftir að sýningum lauk. Á sama tíma lék Perry einnig í kvikmyndum eins og Fools Rush In og The Whole Nine Yards.

Eftir að sýningu Friends lauk reyndi Perry sig í nokkrum sjónvarpsþáttunum, sem náðu ekki sömu velgengni og Friends. Hann hélt áfram að leika í kvikmyndum eins og 17 Again árið 2009.

Perry og Julia Roberts í hlutverkum sínum í Friends

Matthew var ókvæntur og barnlaus, hann sleit lauk trúlofun sinni við Molly Hurwitz sumarið 2021. Perry var áður í sambandi með mörgum þekktum leikkonum, þar á meðal Julia Roberts og Lizzy Caplan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi