fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Konur þurfa meiri svefn en karlar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 20:29

Erla Björnsdóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur þurfa meiri svefn en karlar. Dr. Erla Björnsdóttir útskýrir af hverju í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Erla er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum. Hún hefur um árabil sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri Svefns, sem er hugræn atferlismeðferð við svefnleysi.

Svefnsérfræðingurinn er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Erla segir að um 90 prósent fullorðinna einstaklinga þurfi um sjö til níu tíma svefn á hverri nóttu. Það er persónubundið hversu mikinn svefn fólk þarf, sumir þurfa meiri svefn en aðrir. Það er einnig breytilegt á milli kynja, konur þurfa meiri svefn en karlar.

„Almennt þurfa konur aðeins lengri svefn en karlar. Svefnleysi er líka mun algengara hjá konum,“ segir hún og bætir við að konur virðist einnig finna meira fyrir afleiðingum þess að missa svefn.

Sjá einnig: Neysla á melatónín meðal barna stóraukist hér á landi

„Það hefur meiri áhrif á verki og andlega líðan og fleira hjá konum. Það er ýmislegt sem hefur þarna áhrif. Ýmsar hormónabreytingar sem að konur fara í gegnum, eins og tíðahringurinn. Við erum með miklu flóknara hormónakerfi heldur en karlar og þessi 28 daga tíðahringur hefur margvísleg áhrif á heilsu, líðan, úthald, amtarlyst, svefn og fleira. Breytingaskeiðið er mjög stór þáttur. Meirihluti kvenna á breytingaskeiði upplifa svefnvanda sem því miður verður oft langvarandi ef það er ekki gripið inn í. Svo auðvitað barneignir og að ganga með barn og allt það, og kannski líka þessi streita. Konur eru mun líklegri en karlar að upplifa streitu, sérstaklega ungar konur með börn á heimili.“

Hún segir nánar frá þessu og hvaða áhrif tíðahringurinn hefur á svefninn, eins og á hvaða viku þær eigi að forgangsraða hvíld, í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni, eða hér til að hlusta á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Hide picture