fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Gamla kirkjan á Blönduósi fær nýtt hlutverk – „Leggjum mikla áherslu á að passa vel upp á þetta fallega rými“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 18:00

Mynd: Snorri Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gamla kirkjan sem var afhelguð fyrir 30 árum er eitt helsta kennileiti bæjarins og okkur þótti tilvalið að gefa henni nýjan tilgang, opna fyrir almenning og breyta þessari fallegu kirkju í svítu en þó leyfa upprunalegu útliti þess að halda sér eins mikið og hægt var. Það hefur verið vinsælt víða í Evrópu af gefa fallegum gömlum byggingum nýjan tilgang, til dæmis klaustrum, myllum og auðvitað kirkjum, sem er breytt í veitingastaði, bari og gistiheimili, bæði hótel og farfuglaheimili. Það er gaman að getað gert sambærilega hluti á Íslandi,“

segir Pétur Oddbergur Heimisson, markaðs- og sölustjóri Hótel Blönduóss í samtali við DV um nýjan gistimöguleika sem hótelið býður upp á.

Pétur Oddbergur Heimisson
Mynd: Felipe Pipi

Þar hefur gömlu kirkjunni á Blönduósi verið breytt í glæsilega svítu, eins og myndirnar sýna.

„Þegar nýir eigendur Hótel Blönduóss festu kaup á hótelinu þá var strax ákveðið að verkefnið snérist ekki bara um hótelið heldur um gamla bæinn á Blönduósi í stærra samhengi. Gamli bærinn er alveg einstakur á Íslandi. Hér hefur götumyndin staðið svo að segja ósnortin um áratugaskeið en allt of fáir vita í raun af þessari perlu sem hér er,“ segir Pétur.

Mynd: Snorri Björnsson
Mynd: Snorri Björnsson

Aðspurður um hvort samfélagið á Blönduósi sé sátt við þessar breytingar á kirkjunni segir hann: 

„Hingað til höfum við ekki fundið fyrir öðru en velvilja í samfélaginu enda er heimafólk stolt af gamla bænum og ekki síst gömlu kirkjunni. Það hafa margir komið og skoðað og viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar. Við leggjum mikla áherslu á að passa vel upp á þetta fallega rými og berum mikla virðingu fyrir því sem kirkjan hefur gert fyrir samfélagið, fólk sem hefur verið skírt í kirkjunni, gift sig, verið fermt eða fylgt ástvinum síðasta spölinn. Ég held að heimafólk sé almennt mjög ánægt að sjá gamla heimamenn snúa á æskuslóðirnar og fjárfesta jafn myndarlega í gamla bænum og raun ber vitni.“

Mynd: Snorri Björnsson
Mynd: Snorri Björnsson

Þar sem hóteleigendur tóku þá ákvörðun að halda í upprunalegt útlit kirkjunnar þurfti ekki að ráðast í miklar framkvæmdir en kirkjan var máluð að innan.

„Hótel Blönduós opnaði 15. maí síðastliðinn en síðan við opnuðum hefur átt sér stað gríðarleg uppbygging í Gamla bænum á Blönduósi. Við erum einnig búin að opna kaffihús og sælkeraverslun sem heitir Apótekarastofan og í júlí opnum við viðburða- og fjölnotarýmið Krúttið. Fyrstu tónleikar í Krúttinu verða laugardaginn 22. júlí þegar Einar Örn Jónsson og Dagur Sigurðsson verða með sing-along tónleika en svo verður hægt að bóka það fyrir veislur og fleira. Í ljósi alls sem hefur átt sér stað byrjuðum við ekki á framkvæmdum á kirkjunni fyrr en í júlí en þegar þær hófust gengu þær hratt fyrir sig.“

Í vor bauð hótelið upp á leik á Facebook þar sem vinningur var gisting í kirkjunni. „Þá fyrst áttuðum við okkur á viðbrögðunum sem voru mjög jákvæð og við auglýstum svo gistinguna fyrst í gær með nýjum myndum innan úr kirkjunni og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Við erum komin með nokkrar bókanir í sumar en við erum nokkuð viss um að þetta verði mjög vinsæll kostur þegar fram líða stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“