fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Töfruðu fram matarupplifanir á heimsklassa sem slógu í gegn í Eyjum

Fókus
Þriðjudaginn 27. september 2022 15:00

Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs fengu til sín erlenda meistarakokka sem hafa gert garðinn frægan og buðu upp á margrétta sérseðla sem slógu í gegn. Allir staðirnir voru með gestakokka sem fengu að spreyta sig á íslenska sjávarfanginu, íslensku sprettunum frá Aldingróðri sem ræktaðar eru úti í Eyjum og bjórnum frá Brothers Brewery. Chris Golding fer hér á kostum í eldhúsinu á GOTT. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld leggur Sjöfn Þórðar leið sína til Vestmannaeyja á sjávarréttahátíðina MATEY sem haldin var í fyrsta skipti núna í september. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum tóku höndum saman og vöktu athygli á menningararfleifðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum. Boðið var upp margvíslega töfrandi rétti úr hágæða hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins auk þess sem boðið var upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.

Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins fengu veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs til sín erlenda meistarakokka sem hafa gert garðinn frægan og buðu upp á margrétta sérseðla sem slógu í gegn. Allir staðirnir voru með gestakokka sem fengu að spreyta sig á íslenska sjávarfanginu, íslensku sprettunum frá Aldingróðri sem ræktaðar eru úti í Eyjum og bjórnum frá Brothers Brewery. Í næstu tveimur þáttum verður sýnt frá hátíðinni og veitingastaðirnir heimsóttir og fleiri aðilar sem tóku þátt.

Sjöfn hittir drifkraftana, þríeykið, sem ýttu hátíðinni úr vör, þau Frosta Gíslason verkefnastjóra hátíðarinnar, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyja og Berglindi Sigmarsdóttur formann Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og fær að heyra um tilurð MATEYJAR.

Chris töfraði fram sælkerarétti á GOTT

Í þætti kvöldsins heimsækir Sjöfn veitingastaðinn GOTT og hittir eigendur og rekstraraðilana Sigurð Friðrik Gíslason og Berglindi Sigmarsdóttur sem og gestakokk þeirra Chris Golding en síðast var hann yfirkokkur á Pantechnicon í London sem byggist á norræni og japanskri hugmyndafræði og fær smjörþefinn af þeim sælkerafiskréttum sem þau buðu upp á. Chris var hreinlega dolfallinn yfir því hráefni sem hann fékk í hendur og töfraði fram sælkerarétti sem eiga sér enga líka.

Leif kenndur við KOKS á Slippnum

Síðan liggur leið Sjafnar til Gísla Matthíasar Auðunssonar á Slippnum þar sem hún fær að kíkja í eldhúsið til hans og gestakokksins, Leif Sørensen sem alla jafna er kenndur við færeyska michelin staðinn KOKS, og bragðar af sælkerafiskréttum sem þar voru í boði. Leif hefur mikla ástríðu fyrir að útbúa mat úr staðbundu hráefni og naut sín svo sannarlega með hið ferska og hágæða hráefni sem Eyjar bjóða upp á. Hugmyndaauðgi með brögð og framsetningu heilluðu matargesti upp úr skónum enda matarupplifun í boði sem á sér enga líka.

Okkar eigin hvönn

Margir tóku þátt í þessari hátíð, meðal annars bruggsmiðjan Brothers Brewery en þeir buðu upp á nýjan bjór, Okkar eigin hvönn í tilefni hátíðarinnar. Sjöfn heimsækir Jóhann Guðmundsson sem þar stendur vaktina og fær að heyra um undur bjórsins þar sem hvönnin er í forgrunni.

 

Það má með sanni segja að Vestmannaeyjar séu komnar á heimskort matgæðinga en sjávarréttahátíðin MATEY sannaði það. Í kvöld er fyrri hluti um sjávarréttahátíðina MATEY og seinni hlutinn verður sýndur að viku liðinni þar sem veitingastaðirnir Einsi Kaldi og Næs verða heimsóttir ásamt fleiri aðilum sem tóku þátt í hátíðinni.

Meira um MATEY í þætti kvöldsins Matur og heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili 27 sept 2022 trailer
play-sharp-fill

Matur og heimili 27 sept 2022 trailer

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Hide picture