fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
Fókus

Ris og fall NXIVM – Kynlífssöfnuðurinn sem brennimerkti fylgjendur sína

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 20:30

Keith Raniere ásamt hluta af ,,kvennabúri" sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 gekk kona inn á ritstjórnarskrifstofur New York Times og sagði ekki farir sínar sléttar af samtökunum NXIVM . Í kjölfarið fóru blaðamenn á stjá og úr varð grein sem varð til þess að yfirvöld hófu rannsókn á NXIVM sem gerði sig út fyrir að þjálfa forstjóra, kvikmyndastjörnur og milljónera í sjálfshjálp. 

Kynlífssöfnuður

 Í raun var NXIVM ekkert annað en kynlífssöfnuður sem hélt konum niður í 15 ára í kynlífsþrældómi með andlegu og líkamlegu ofbeldi. Voru konur jafnvel brennimerktar leiðtoganum, Keith Raniere. Konunum var kennt að dýrka hann og dá og nánast sveltar í hel til að ná þeim líkamsvexti sem hann krafðist. 

Keith Raniere stofnaði NXIVM í New York árið 1998  ásamt geðhjúkrunarfræðingnum Nancy Salzman. Vitað er til að stór hluti fjármagnsins sem notað var kom frá systrunum Clare og Söru Bronfam, margföldum milljónamæringum og erfingjum Seagrams áfengisveldisins. Voru þær meðal þeirra fjölda kvenna sem féllu fyrir tungulipurð Raniere. Faðir þeirra var lítt hrifinn og lét hafa eftir sér árið 2003 að hann áliti að um ,,költ“ væri að ræða.

Keit Raniere Mynd/Skjáskot YouTube

Raniere  hreykti sér af fjölda gráða í sálfræði og kvaðst hafa fundið upp einstaka aðferð til sjálfshjálpar, aðferð sem gulltryggði að fylgjendur næðu að uppfylla alla sína drauma og vonir. Á örskömmum tíma voru fylgjendurnir orðnir 18.000 og greiddu þeir stórfé í fyrirlestra og námskeið á vegum samtakanna. Stór hluti þeirra var lauslega tengdur samtökunum, fólk sem greiddi 7.500 dollara fyrir 12 klukkustunda námskeiði í ,,Executive Success Program”, eins konar stjórnendanámskeiði sem sem selt var sem undirstaða farsæls atvinnurekstrar. Síðar kom í ljós að það reyndist þó að stórum hluta vera byggt á bókinni ,,Stress Management for Dummies.“  Aðrir héldu áfram inn í dýrari námskeið og vinnustofur og rann hver króna í vasa Raniere og Salzman.

Kenningasúpa

Kenningar Raniere voru aftur á móti samsuða hinna ýmsu kenninga innan sálfræðinnar, nýaldarspeki og sjálfshjálparfræða. Hann nýtti sér námskeiðin til að fá fólk til að deila sínum innstu hugsunum og leyndarmálum sem hann síðan nýtti til fjárkúgunar. Raniere og Salzman stofnuði einnig leynilegan klúbb kvenna innan samtakanna. Hann bar nafnið DOS, sem er latnesk stafsetning  sem gróflega má þýða sem ,,Meistari yfir auðsveipum konum”.

Konurnar voru brennimerktar upphafsstöfum Raniere

DOS var aftur á móti  í raun ekkert annað en kvennabúr Ranier sem misþyrmdi konunum andlega, líkamlega og kynferðislega. Flestar konur innan DOS voru brennimerktar Ranier og var ferillinn sá að að þær lögðust niður og sögðu. ,,Viltu merkja mig? Það er mér heiður. Heiður sem ég ber til æviloka.”  Það var þaggað í þeim sem öskruðu með að troða tusku í munn þeirra.

Konurnar þurftu að láta af hendi ,,tryggingu”, yfirleitt upplýsingar um eitthvað sem þær vildu halda leyndu. Og alltaf nektarmyndir. Raniere fór endalaust fram á grófar nektarmyndir en konurnar þurftu að þekkjast. Var þeim hótað birtingu ef þær segðu nokkrum manni frá tilvist DOS.

Nancy Salzman á leið í réttarhöld
Mynd/Skjáskot BBC

,,Femínistahópurinn“

DOS hópurinn var aftur á móti hylltur sem valdeflandi fyrir konur og skipt niður í smærri hópa sem hver um sig hafði stjórnanda eða drottnara sem bar ábyrgð að fjölga ,,þrælum”. Konur sem taldar voru ,,verðugar” fengu með tímanum að fá sína eigin þræla. Um var að ræða vel skipulagðan valdastiga með Raniere á toppnum. Konurnar fylgdu afar ströngu mataræði, allt að við hungurmörk, til að ná þeim tágranna líkama sem Raniere krafðist. Þær voru ítrekað vaktar upp um miðjar nætur, ýmist til að stunda líkamsrækt eða stunda kynlíf með sínum drottnarar eða Raniere. Tuttugu konur höfðu einungis kynmök við Raniere og voru til reiðu að vera kallaðar til hans allan sólarhringinn. Ef konurnar hlýddu ekki voru þær barðar eða settar í búr. Ef þær þyngdust eða það komstupp með að þær hefðu svindlað á mataræðinu voru þær látnar ganga naktar um með gervikúajúgur á meðan að hópurinn gerði grín að ,,fituhlussunni“. 

Allison Mack
Mynd/IMDB

Hvers vegna?

Þegar staðreyndirnar um NXIVM komu fram brann eðlilega á fólki spurningin um hvers vegna í ósköpunum efnaðar, glæsilegar og hámenntaðar konur, virtar í sínu fagi, létu nærsýnan, miðaldra karlmann með vonda klippingu stjórna lífi sínu á þennan hátt. 

Einstaklingarnir sem fylgdu Raniere í blindni segjast hafa verið þess fullvissir að aðeins hann og hans kenningar væru leiðin til hamingjuríks lífs. Þeir sem sett hafa sig inn í rannsóknina á NXIVM segja þar ekki frumlega hugsun að finna en snjöll blanda Raniere lét fólk finnast að það væri búið að finna stóra svarið. Konurnar í DOS trúðu því í einlægni að gjörðir þeirra væru ekki bara þeim sjálfum, heldur heildinni og jafnvel heiminum öllum, til góðs. 

Flóttinn

Þegar Raniere, Salzman og fjórar aðrar konur í forsvari  NXIVM höfðu veður af áhuga yfirvalda árið 2017 flúðu þau til Mexíkó og komu sér þar fyrir á búgarði. Þau voru handtekinn fimm mánuðum síðar að beiðni bandarískra yfirvalda og kærð fyrir fjölda glæpa á við einkennisþjófnað, peningaþvætti, mannsal, barnaníð og fjölda kynferðisbrota, samsæri, þrældóm og fjárkúganir auk fleiri liða. 

Ein af ástæðunum fyrir að hrun NXIVM vakti slíkan áhuga er aðkoma Hollywood leikonunnar Alison Mack sem meðal annars játaði á sig mannsal og þrælahald. Saksóknari hafði mælt með 17 ára fangelsi en komst Mack hjá því með samvinnu við yfirvöld. Mack er þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Smallville en líkt og Vísindakirkjan sótti NXIVM mjög í að fá sjónvarps- og kvikmyndaleikara í sínar raðir. 

Dómar yfir fjölda stjórnenda NXIVM féllu í fyrra og var dómur Raniere þyngstur. Keith Raniere var dæmdur til 120 ára fangelsisvistar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu