fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Alexsandra greinir frá tímamótunum – Andlegt ofbeldi vinkonu dregur dilk á eftir sér

Fókus
Þriðjudaginn 3. maí 2022 17:42

Alexsandra og Þórunn Ívars. Mynd/Instagram @thorunnivars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpið Þokan sem þær Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Bernharð héldu úti hefur runnið sitt skeið. Alexsandra greinir frá þessu á Instagram Story þar sem hún segir: „Þokan er hætt og mun ekki snúa aftur.“

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Það vakti mikla athygli í lok mars þegar Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari, gagnrýndi Þokuna harðlega. Gagnrýnin kom í kjölfar umfjöllunar Helga um ofbeldi en hann ræddi mikið um það í ljósi löðrungsins sem leikarinn Will Smith veitti grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær.

DV fjallaði um málið og vitnaði í Helga. „Þið finnið líka andlegt ofbeldi í íslenskum podcöstum með vinkonu til annarrar vinkonu…“ skrifaði Helgi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni. Helgi lét svo fylgja hljóðbrot úr hlaðvarpsþætti Þórunnar og Alexsöndru.

Í hljóðbrotinu mátti heyra í stjórnendum hlaðvarpsins tala um hreyfingu en Helgi gagnrýnir hvernig Þórunn talar við Alexsöndru í þættinum.

„Þú lítur mjög vel út, ég er ekki að segja það en þú ert síðasta manneskjan sem ég myndi segja að væri í formi. Þú veist, þú ert ekki í formi. Það er engin mótun,“ heyrist Þórunn segja í hljóðbrotinu. „Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg bara ég veit að þú hreyfir þig bara „zero“. Af því ég er bara miður mín ef ég kemst ekki á æfingu, ég verð bara að fá útrás,“ bætir hún við.

Sjá einnig: Helgi Ómars segir íslenskan áhrifvald beita andlegu ofbeldi í hlaðvarpi – „Loksins sagði einhver eitthvað!“

Þórunn Ívars baðst afsökunar þá um kvöldið en eyddi færslunum stuttu seinna. Hún sagðist vera brotin yfir því að hafa leyft sér að koma svona fram við vinkonu sína og sagði að samband þeirra væri náið og flókið. Þórunn sagði einnig að „svipaðir hlutir“ hafa verið sagðir við hana í Þokunni en það hefði ekki ratað í útgefinn þátt.

Sjá einnig: Þórunn Ívars rýfur þögnina – „Ég er brotin yfir því að ég hafi leyft mér að koma svona fram“

Daginn eftir afsökunarbeiðnina eyddu steig Alexandra síðan fram.

„Ég ætlaði nú ekki að fara að tjá mig neitt, en þar sem ég er að fá skilaboð og símtöl frá blaðamönnum að spyrja mig af hverju ég hef ekki sagt neitt þá finn ég mig knúna til að segja eitt,“ segir Alexsandra og heldur áfram:

„Ég skulda engum að koma með neina yfirlýsingu. Ég er að reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað seinasta sólarhring og þarf minn tíma og rými til þess.“

Sjá einnig: Alexsandra er að „reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað seinasta sólarhring“

Og nú er ljóst að komið er að leiðarlokum hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“