fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fókus

Alexsandra er að „reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað seinasta sólarhring“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. mars 2022 09:31

Alexsandra og Þórunn Ívars. Mynd/Instagram @thorunnivars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Alexsandra Bernharð tjáir sig í fyrsta skipti eftir að ummæli vinkonu hennar, Þórunnar Ívarsdóttur, í garð hennar fóru eins og eldur í sinu um netheima. Alexsandra segist ekki skulda neinum yfirlýsingu og að hún sé að reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað síðastliðinn sólahring.

Sjá einnig: Helgi Ómars segir íslenskan áhrifvald beita andlegu ofbeldi í hlaðvarpi – „Loksins sagði einhver eitthvað!“

Ljósmyndarinn og bloggarinn Helgi Ómarsson vakti athygli á ummælunum á Instagram í gær og birti nokkur hljóðbrot úr hlaðvarpsþætti Alexsöndru og Þórunnar, Þokan. Í hljóðbrotunum má heyra Þórunni meðal annars segja við vinkonu sína að hún sé í „engu formi,“ sé illa gift og eigi enga peninga.

„Ég ætlaði nú ekki að fara að tjá mig neitt, en þar sem ég er að fá skilaboð og símtöl frá blaðamönnum að spyrja mig af hverju ég hef ekki sagt neitt þá finn ég mig knúna til að segja eitt,“ segir Alexsandra og heldur áfram:

„Ég skulda engum að koma með neina yfirlýsingu. Ég er að reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað seinasta sólarhring og þarf minn tíma og rými til þess.“

Skjáskot/Instagram

Sjá einnig: Þórunn Ívars rýfur þögnina – „Ég er brotin yfir því að ég hafi leyft mér að koma svona fram“

Þórunn Ívars baðst afsökunar í gærkvöldi en eyddi færslunum stuttu seinna. Hún sagðist vera brotin yfir því að hafa leyft sér að koma svona fram við vinkonu sína og sagði að samband þeirra væri náið og flókið. Þórunn sagði einnig að „svipaðir hlutir“ hafa verið sagðir við hana í Þokunni en það hefði ekki ratað í útgefinn þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Í gær

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow