fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Þórunn Ívars rýfur þögnina – „Ég er brotin yfir því að ég hafi leyft mér að koma svona fram“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. mars 2022 08:49

T.v.: Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Bernharð. Skjáskot/Instagram @thorunnivars. T.h.: Helgi Ómars. Mynd/Instagram @helgiomars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli áhrifavaldsins Þórunnar Ívarsdóttur við vinkonu hennar Alexsöndru Bernharð hafa ollið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring. Ljósmyndarinn og bloggarinn Helgi Ómarsson vakti athygli á þeim í gær og sagði að um væri að ræða andlegt ofbeldi í vinkonu sambandi og birti nokkur hljóðbrot úr hlaðvarpi Þórunnar og Alexsöndru, Þokan. Í hljóðbrotunum má heyra Þórunni meðal annars segja við vinkonu sína að hún sé í „engu formi,“ sé illa gift og eigi enga peninga.

Sjá einnig: Helgi Ómars segir íslenskan áhrifvald beita andlegu ofbeldi í hlaðvarpi – „Loksins sagði einhver eitthvað!“

Helgi Ómars hefur áður stigið fram sem þolandi ofbeldis og segir að sem þolandi þá sé samkennd gagnvert þolendum stundum yfirþyrmandi. „Ég berst fyrir réttlæti og berst gegn ofbeldi í öllum myndum. Í þessu tilfelli er ég ekki að birta neitt sem er bak við lokaðar dyr. Þetta er inni á hlaðvarpsveitum ykkar allra. Svona ofbeldi er í hundruð, ef ekki þúsundum vinasambanda hér á landi og er rosalega mannskemmandi.“

Sjá einnig: Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“

Þórunn Ívars biðst afsökunar

Þórunn Ívars birti afsökunarbeiðni í Story á Instagram í gær í tveimur færslum, en eyddi þeim báðum skömmu síðar.

Fyrst sendi Þokan frá sér yfirlýsingu á Instagram.

„Kæru hlustendur. Okkur barst ábending um umræðu hér á Instagram varðandi ummæli úr seinasta þætti sem hlustendur voru ekki ánægðir með. Okkur finnst mjög leiðinlegt að upplifun hlustenda var þessi og munum að sjálfsögðu taka þetta til okkar og bæta okkur. Upplifun ykkar skiptir okkur gríðarlegu máli og viljum við að ykkur líði vel að hlusta á Þokuna. Þættinum hefur verið eytt og munum við taka umræðuefni hans fyrir aftur.

Okkur þykir mjög vænt um að fá ábendingar um hvað má betur fara og tökum þeim fagnandi. Hvort sem það er hér í skilaboðum eða á okkur eigin miðlum. Knús frá Þokusystrum.“

Þórunn sendi síðan frá sér tvær yfirlýsingar á Instagram þar sem hún baðst innilega afsökunar og sagðist vera brotin yfir því að hafa leyft sér að koma svona fram við vinkonu sína. Hún sagði að samband hennar og Alexsöndru sé náið og flókið og dýnamíkin í vinkonusambandi þeirra er „kolröng.“ Þórunn sagði einnig að „svipaðir hlutir“ hafa verið sagðir við hana í Þokunni en það hefði ekki ratað í útgefinn þátt.

Yfirlýsingar hennar má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Ég er brotin yfir því að ég hafi leyft mér að koma svona fram. Það er engin afsökun en það vita allir sem náðu að hlusta á síðasta þátt að það er ekki búið að vera auðvelt að starfa við þetta. Það á enginn að leyfa sér að tala svona þó það sé í góðu gríni. Sambandið okkar er of náið og flókið fyrir alheiminn að fylgjast með,“ sagði hún í fyrri færslunni.

„Er að reyna að koma því í orð hvað skal segja. Kannski er ekkert hægt að segja. Frá mínum dýpstu hjartarótum iðrast ég þess að hafa sagt eitthvað við vinkonu mína sem gæti sært hana. Allar þessar klippur eru sagðar í 100 prósent gríni við bestu vinkonu mína og mikið hlegið, sem er síðan tekið úr öllu samhengi og birt.“

Ég hef komist að því eftir að hafa hugsað um þetta stanslaust í sólarhring að dýnamíkin í þessu vinkonu sambandi, sem Þokan er, er kolröng og á ekki að eiga sér stað. Hvergi.“

En eitt vil ég að allir viti að ég er alltaf til staðar fyrir vinkonu mína og stutt í gegnum ansi margt. Það hafa líka verið sagðir hlutir við mig í Þokunni sem eru svipaðir en ekki birtir. Ég þakka fyrir mig Þokan og allar þær yndislegu konur sem ég hef kynnst í þessari vegferð,“ sagði Þórunn.

Sjá einnig: Alexsandra er að „reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað seinasta sólarhring“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki