fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Nýjasta par Hollywood? – „Þau eru mjög hrifin af hvort öðru“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 08:50

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru sögð vera að slá sér upp saman.

„Pete og Emily hafa verið að tala saman í nokkra mánuði núna. Þau eru bara á byrjunarstigi en eru mjög hrifin af hvort öðru,“ sagði heimildarmaður Us Weekly.

Þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin. „Pete fær Emily til að hlæja og elskar hversu gáfuð hún er,“ bætti heimildarmaðurinn við.

Orðrómur um hugsanlegt ástarsamband þeirra kviknaði eftir það sást til þeirra haldast í hendur á laugardaginn í Brooklyn í New York. Slúðursíðan DeuxMoi greindi frá því.

Pete, 28 ára, og Emily, 31 árs, hafa hingað til haldið sambandi sínu leyndu.

Útskýrði fyrir ári síðan hvað væri heillandi við Pete

Pete var áður í sambandi með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Hann hefur einnig verið orðaður við poppgyðjuna Ariönu Grande, leikkonurnar Kate Beckinsale og Phoebe Dynevor og fyrirsætuna Kaiu Garber.

Þegar Kim og Pete voru að byrja saman veltu margir fyrir sér hvað það væri við hann sem gerði það að verkum að allar þessar stórglæsilegu konur féllu fyrir honum.

Emily ræddi um sjarma hans í viðtali hjá Seth Meyer í Late Night fyrir rétt rúmlega ári síðan. Hún sagði að sér þætti hann „súper sjarmerandi.“

Sjá einnig: Ofurfyrirsæta útskýrir hvað sé svona aðlaðandi við Pete Davidson

Á þeim tíma var Emily gift Sebastian Bear-McClard en þau hættu saman í sumar eftir að upp komst um framhjáhald Sebastian. Þau eiga saman dótturina Sylvester Appolo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“