fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Íslendingar æfir yfir verðhækkun í Megaviku – „Ekkert Mega neitt við þetta verð lengur“

Fókus
Miðvikudaginn 22. júní 2022 12:24

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær byrjaði Megavika á Domino‘s og hefur fyrirtækið hækkað verðið á pítsum á tilboðsvikunni um eitt hundrað krónur.

Nú kosta pítsurnar 1790 krónur og sagði Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s, í samtali við Vísi að það væri ekki útlit fyrir að þessar hækkanir myndu ganga til baka, allavega ekki í náinni framtíð.

„Við erum hins vegar nokkuð ánægð með verðið og það sem fólk fær út úr því. 1.790 krónur fyrir pítsu á matseðli hjá okkur er ennþá frábær díll í samanburði við annað á markaðnum,“ sagði hann en það virðist sem svo að netverjar eru síður en svo sáttir með verðhækkunina.

Í febrúar varð stór breyting á Megaviku en nú er einungis hægt að nýta tilboðið á netinu eða í appinu.

Íslendingar tjáðu vonbrigði sín um verðhækkunina á Twitter.

Fleiri netverjar ræddu málin við Facebook-færslu Vísis um fréttina og skiptust í fylkingar. Á meðan sumir gagnrýndu skyndibitarisann komu aðrir honum til varnar.

„Það er ekki nóg að það hækkar verðið, það minnkar alltaf sífellt meira á pizzunni!“

„Hvað er bensín líterinn búinn að hækka mikið a sama tíma. Persónulega versla ég talsvert meira af því en Dominos svo sé ekki hvað er svona hræðilegt við 100kr hækkun.“

„Þetta er ekki það eina sem hækkar… Matarverð er orðið klikkun hérna.. Væri til í að sjá hækkanir á matarkörfunni á síðastliðnum 2 árum ca!“

„Þær kostuðu fyrst 1000kr á MegaViku. Ekkert Mega neitt við þetta verð lengur.“

„Miðað við allar geðsjúku hækkanir á öllu allstaðar, þá kemur þetta engum á óvart.. 100kr er ekki neitt, Dominos pettsur eru geggjaðar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar